Sigmundur Davíð segir Ævar Örn Jósepsson misnota aðstöðu sína Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2018 11:56 Sigmundur Davíð telur einsýnt að Ævar Örn sé að draga taum dóttur sinnar, Þórhildar Sunnu, í fréttaflutningi sínum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sakar Ævar Örn Jósepsson, fréttamann Ríkisútvarpsins, um að misnota aðstöðu sína til að koma á sig og konu sína höggi. „Það er ekki hægt að una því að ríkisfjölmiðillinn sé ítrekað notaður til að vega að eiginkonu minni sem alla tíð hefur lagt sig fram við að standa skil á öllu sínu gagnvart samfélaginu og miklu meira en það,“ segir Sigmundur Davíð í nýlegri Facebookfærslu.Frétt RÚV fer illa í Sigmund Davíð Sigmundur Davíð er þar að vísa til fréttar sem Ævar Örn Jósepsson flutti og fjallar um að Neðri deild breska þingsins ætli að samþykkja löggjöf til höfuðs skattaskjólum. Í fréttinni segir meðal annars: „Um helmingur allra skúffufyrirtækja og aflandsfélaga sem afhjúpuð voru með birtingu Panamaskjalanna voru til að mynda skráð á Bresku Jómfrúreyjum, einkum á eyjunni Tortólu. Þar á meðal var aflandsfélagið Wintris, sem var í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra Íslands.“Þórhildur gengið lengst í meinbægni Sigmundur Davíð segir þetta alrangt, grófar aðdróttanir að eiginkonu sinni og hann þykist vita hvar fiskur liggur undir steini en Ævar Örn er faðir Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns Pírata. „Maðurinn sem skrifaði og flutti fréttina er faðir þess þingmanns Pírata sem hefur gengið lengst í meinbægni og því að kasta fram ásökunum og rangfærslum í minn garð og margra annarra samstarfsmanna,“ skrifar Sigmundur Davíð. Víst er að um talsvert alvarlegar ásakanir fyrrum forsætisráðherra á hendur fréttamanni er að ræða, en Sigmundur Davíð starfaði á árum áður hjá Ríkisútvarpinu og ætti þar af leiðandi að vera fullkunnugt um að fréttamenn þar lúta siðareglum í störfum sínum, sem Ævar Örn er, samkvæmt ásökunum Sigmundar Davíðs, að þverbrjóta. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sakar Ævar Örn Jósepsson, fréttamann Ríkisútvarpsins, um að misnota aðstöðu sína til að koma á sig og konu sína höggi. „Það er ekki hægt að una því að ríkisfjölmiðillinn sé ítrekað notaður til að vega að eiginkonu minni sem alla tíð hefur lagt sig fram við að standa skil á öllu sínu gagnvart samfélaginu og miklu meira en það,“ segir Sigmundur Davíð í nýlegri Facebookfærslu.Frétt RÚV fer illa í Sigmund Davíð Sigmundur Davíð er þar að vísa til fréttar sem Ævar Örn Jósepsson flutti og fjallar um að Neðri deild breska þingsins ætli að samþykkja löggjöf til höfuðs skattaskjólum. Í fréttinni segir meðal annars: „Um helmingur allra skúffufyrirtækja og aflandsfélaga sem afhjúpuð voru með birtingu Panamaskjalanna voru til að mynda skráð á Bresku Jómfrúreyjum, einkum á eyjunni Tortólu. Þar á meðal var aflandsfélagið Wintris, sem var í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra Íslands.“Þórhildur gengið lengst í meinbægni Sigmundur Davíð segir þetta alrangt, grófar aðdróttanir að eiginkonu sinni og hann þykist vita hvar fiskur liggur undir steini en Ævar Örn er faðir Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns Pírata. „Maðurinn sem skrifaði og flutti fréttina er faðir þess þingmanns Pírata sem hefur gengið lengst í meinbægni og því að kasta fram ásökunum og rangfærslum í minn garð og margra annarra samstarfsmanna,“ skrifar Sigmundur Davíð. Víst er að um talsvert alvarlegar ásakanir fyrrum forsætisráðherra á hendur fréttamanni er að ræða, en Sigmundur Davíð starfaði á árum áður hjá Ríkisútvarpinu og ætti þar af leiðandi að vera fullkunnugt um að fréttamenn þar lúta siðareglum í störfum sínum, sem Ævar Örn er, samkvæmt ásökunum Sigmundar Davíðs, að þverbrjóta.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira