Enski boltinn

Pep: Við tökum áskoruninni

Dagur Lárusson skrifar
Pep með bikarinn.
Pep með bikarinn. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri City, var tekinn í viðtal eftir leik liðsins við Huddersfield í dag þar sem hann var spurður út í árangur sinn á Englandi.

 

Pep sagðist vera ánægður en hann hélt því fram að á næsta tímabili verði deildin mikið jafnari og liðið sitt geti ennþá bætt sig.

 

„England er sérstakur staður og enska deildin er svo erfið. Þið sáið hvernig þetta var í dag, þú veit aldrei hvort þú sért að fara að vinna eða ekki.”

 

Aðspurður út í sína leikaðferð og hvort hann hafi einhvern tímann efast um hana á síðasta tímabili svaraði hann neitandi.

 

„Hvort sem þú vinnur, gerir jafntefli eða tapar þá verðuru að trúa á sjálfan þig. Leikurinn í dag var sönnun um það að við getum bætt okkur í þessari leikaðferð.”

 

„Í dag vorum við ekki með fulla einbeitingu, en það er venjulegt. Að vinna titilinn tvö ár í röð í þessari deild er mjög erfitt, en við tökum áskoruninni.”

 

Þetta var annar titill Pep sem hann vinnur með liðinu en hann vann einnig deildarbikarinn fyrr á tímabilinu.

 


Tengdar fréttir

Pep: Sterling er heiðarlegur

Pep Guardiola, stjóri City, segir að Raheem Sterling sé heiðarlegur leikmaður og ástæðan fyrir því að hann fái ekki dæmd víti séu mistök dómara en ekki óheiðarleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×