Enski boltinn

Pep: Sterling er heiðarlegur

Dagur Lárusson skrifar
Pep og Sterling.
Pep og Sterling. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri City, segir að Raheem Sterling sé heiðarlegur leikmaður og ástæðan fyrir því að hann fái ekki dæmd víti séu mistök dómara en ekki óheiðarleiki.

 

Sterling hefur verið mikið gangrýndur upp á síðkastið fyrir að reyna að fiska víti eins og t.d. gegn Manchester City síðustu helgi og gegn Liverpool í Meistaradeildinni í síðasta mánuði. Pep trúir því að Sterling sé kominn með ósanngjarnt orðspor á sig.

 

„Auðvitað er fólk að tala of mikið, segja að hann sé að reyna að fiska víti, og þegar fólk talar um þetta á byrjar það smátt og smátt að trúa þessu.”

 

„En hann er einstaklingur sem er mjög heiðarlegur á þessa vegu. Hann er klár og hann er leikmaður sem myndi aldrei t.d. sparka í andstæðinginn.”

 

„Hann átti að fá víti gegn West Ham og gegn Liverpool á Anfield en dómararnir einfaldlega vildu ekki dæma víti, svo er einfalt er það.”

 

„Vandamálið er klárlega ekki Raheem, vandamálið eru dómararnir. En hann verður að sætta sig við þetta og höndla þetta. Ef önnur manneskja gerir mistök þá þýðir ekkert að leggjast niður og gefast upp, þú verður að halda áfram,” sagði Pep Guardiola.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×