Bæjarstjórinn tjáir sig ekki um meint vanhæfi bæjarfulltrúa í Sundhallarmáli Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. apríl 2018 06:00 Sundhöllin sem til stendur að rífa. Vísir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, vildi ekkert gefa upp um afstöðu bæjarstjórnar Reykjanesbæjar vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu um nýtt deiliskipulag á Framnesvegi 9 og 11 í bænum, sem gerir ráð fyrir því að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Atkvæði Unu réð úrslitum við samþykkt nýja deiliskipulagsins, en föðurbróðir Unu, Halldór Ragnarsson, og sonur hans, Heiðar Halldórsson, eru eigendur lóðanna. Á Framnesvegi 9 stendur Sundhöllin.Sjá einnig: Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitumKjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbærLíkt og Fréttablaðið greindi frá á föstudag hefur Skipulagsstofnun sent bæjarstjórn Reykjanesbæjar bréf þar sem athugasemdir eru gerðir við deiliskipulagsbreytingarnar og í bréfinu er óskað eftir viðbrögðum sveitarstjórnarinnar vegna meints vanhæfis Unu Maríu, áður en stofnunin taki afstöðu til vanhæfisins og þess hvort nýtt deiliskipulag standist lög. „Viðbrögð okkar liggja ekki fyrir. Við höfum frest til 9. maí til að svara Skipulagsstofnun og erum bara í þeirri vinnu,“ segir Kjartan Már og vill ekkert gefa upp um framhaldið. Fyrirhugaðar framkvæmdir samkvæmt nýju deiliskipulagi á lóðunum tveimur hlaupa á nokkrum milljörðum króna. Sundhöllin hafði verið til sölu um nokkurra ára skeið þegar Landsbankinn seldi hana eignarhaldsfélagi Halldórs og Heiðars fyrir 36,5 milljónir í apríl í fyrra. Þá var ekkert deiliskipulag til fyrir lóðirnar. Kaupandinn mun hafa keypt í þeirri von að nýtt deiliskipulag yrði gert, en aðalskipulagið gerir ráð fyrir íbúabyggð á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúans Skipulagsstofnun gerir kröfu um skýr svör frá Reykjanesbæ vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu nýs deiliskipulags sem gerir ráð fyrir að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Frændur Unu Maríu eiga hagsmuna að gæta, enda eigendur lóðanna. Miklar deilur vegna framtíðar Sundhallarinnar 27. apríl 2018 07:00 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, vildi ekkert gefa upp um afstöðu bæjarstjórnar Reykjanesbæjar vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu um nýtt deiliskipulag á Framnesvegi 9 og 11 í bænum, sem gerir ráð fyrir því að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Atkvæði Unu réð úrslitum við samþykkt nýja deiliskipulagsins, en föðurbróðir Unu, Halldór Ragnarsson, og sonur hans, Heiðar Halldórsson, eru eigendur lóðanna. Á Framnesvegi 9 stendur Sundhöllin.Sjá einnig: Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitumKjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbærLíkt og Fréttablaðið greindi frá á föstudag hefur Skipulagsstofnun sent bæjarstjórn Reykjanesbæjar bréf þar sem athugasemdir eru gerðir við deiliskipulagsbreytingarnar og í bréfinu er óskað eftir viðbrögðum sveitarstjórnarinnar vegna meints vanhæfis Unu Maríu, áður en stofnunin taki afstöðu til vanhæfisins og þess hvort nýtt deiliskipulag standist lög. „Viðbrögð okkar liggja ekki fyrir. Við höfum frest til 9. maí til að svara Skipulagsstofnun og erum bara í þeirri vinnu,“ segir Kjartan Már og vill ekkert gefa upp um framhaldið. Fyrirhugaðar framkvæmdir samkvæmt nýju deiliskipulagi á lóðunum tveimur hlaupa á nokkrum milljörðum króna. Sundhöllin hafði verið til sölu um nokkurra ára skeið þegar Landsbankinn seldi hana eignarhaldsfélagi Halldórs og Heiðars fyrir 36,5 milljónir í apríl í fyrra. Þá var ekkert deiliskipulag til fyrir lóðirnar. Kaupandinn mun hafa keypt í þeirri von að nýtt deiliskipulag yrði gert, en aðalskipulagið gerir ráð fyrir íbúabyggð á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúans Skipulagsstofnun gerir kröfu um skýr svör frá Reykjanesbæ vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu nýs deiliskipulags sem gerir ráð fyrir að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Frændur Unu Maríu eiga hagsmuna að gæta, enda eigendur lóðanna. Miklar deilur vegna framtíðar Sundhallarinnar 27. apríl 2018 07:00 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúans Skipulagsstofnun gerir kröfu um skýr svör frá Reykjanesbæ vegna meints vanhæfis Unu Maríu Unnarsdóttur í atkvæðagreiðslu nýs deiliskipulags sem gerir ráð fyrir að Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Frændur Unu Maríu eiga hagsmuna að gæta, enda eigendur lóðanna. Miklar deilur vegna framtíðar Sundhallarinnar 27. apríl 2018 07:00
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25
Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00