Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2018 23:53 Ashley Judd fer í mál við Harvey Weinstein. Kvikmyndaframleiðandinn er sakaður um að hafa beitt yfir áttatíu konur kynferðislegu ofbeldi. Vísir/getty Leikkonan Ashley Judd höfðar mál gegn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, fyrir að hafa komið í veg fyrir að hún fengi kvikmyndahlutverk. Hann hafi beitt áhrifum sínum í Hollywood og komið í veg fyrir framgang hennar í starfi. Harvey á að hafa brugðist illa við þegar Judd hafnaði kynferðislegum umleitunum hans. Hann hafi fundið sig knúinn til þess að hefna sín á Judd. My legal complaint. I am suing for economic remedy due to damage done to my career as a result of sexual harassment. Financial recuperation goes to @TIMESUPNOW @TIMESUPLDF so that American workers who experince sexual harassment & retaliation have help. https://t.co/Nod3fXgVk3— ashley judd (@AshleyJudd) April 30, 2018 Farið á mis við tækifæri vegna WeinsteinÍ einkaviðtali á ABC news segir Judd:„Ég hef farið á mis við tækifæri í starfi. Ég hef tapað peningum. Ég hef misst minn sess, mína virðingu og vald yfir eigin starfsferli. Þetta er bein afleiðing af því að hafa verið kynferðislega áreitt og að hafa hafnað þeirri áreitni.“ Hyggst styrkja Time's Up hreyfinguna Judd segist ætla að láta allt fé sem hún gæti fengið í skaðabætur vegna málsóknarinnar renna til lögfræðiþjónustu Time's Up-sjóðsins. Peter Jackson, leikstjóri, sagði í desember að Weinstein hefði komið að máli við sig og beðið sig um að sniðganga ákveðnar leikkonur þegar kæmi að því að ráða í hlutverk. Ashley Judd var á meðal þeirra sem var á „svörtum lista“ Weinstein. Ashley Judd fer í mál við Harvey Weinstein. Á myndinni ræðir hún við Tarönu Burke, upphafskonu Metoo hreyfingarinnar.Vísir/AFP Sætir lögreglurannsóknWeinstein er 66 ára gamall og um þessar mundir dvelur hann á meðferðarstöð í Arizona. Hann er í meðferð vegna kynlífsfíknar. Weinstein er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn yfir áttatíu konum. Hann sætir nú rannsókn lögreglu í Lundúnum, New York og Los Angeles. Vísir sagði frá því í gær að Weinstein telji að sér verði á endanum fyrirgefið. Hann neitar þó að hafa gerst sekur um kynferðisglæpi. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Trúir því að sér verði fyrirgefið Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. 29. apríl 2018 09:17 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Leikkonan Ashley Judd höfðar mál gegn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, fyrir að hafa komið í veg fyrir að hún fengi kvikmyndahlutverk. Hann hafi beitt áhrifum sínum í Hollywood og komið í veg fyrir framgang hennar í starfi. Harvey á að hafa brugðist illa við þegar Judd hafnaði kynferðislegum umleitunum hans. Hann hafi fundið sig knúinn til þess að hefna sín á Judd. My legal complaint. I am suing for economic remedy due to damage done to my career as a result of sexual harassment. Financial recuperation goes to @TIMESUPNOW @TIMESUPLDF so that American workers who experince sexual harassment & retaliation have help. https://t.co/Nod3fXgVk3— ashley judd (@AshleyJudd) April 30, 2018 Farið á mis við tækifæri vegna WeinsteinÍ einkaviðtali á ABC news segir Judd:„Ég hef farið á mis við tækifæri í starfi. Ég hef tapað peningum. Ég hef misst minn sess, mína virðingu og vald yfir eigin starfsferli. Þetta er bein afleiðing af því að hafa verið kynferðislega áreitt og að hafa hafnað þeirri áreitni.“ Hyggst styrkja Time's Up hreyfinguna Judd segist ætla að láta allt fé sem hún gæti fengið í skaðabætur vegna málsóknarinnar renna til lögfræðiþjónustu Time's Up-sjóðsins. Peter Jackson, leikstjóri, sagði í desember að Weinstein hefði komið að máli við sig og beðið sig um að sniðganga ákveðnar leikkonur þegar kæmi að því að ráða í hlutverk. Ashley Judd var á meðal þeirra sem var á „svörtum lista“ Weinstein. Ashley Judd fer í mál við Harvey Weinstein. Á myndinni ræðir hún við Tarönu Burke, upphafskonu Metoo hreyfingarinnar.Vísir/AFP Sætir lögreglurannsóknWeinstein er 66 ára gamall og um þessar mundir dvelur hann á meðferðarstöð í Arizona. Hann er í meðferð vegna kynlífsfíknar. Weinstein er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn yfir áttatíu konum. Hann sætir nú rannsókn lögreglu í Lundúnum, New York og Los Angeles. Vísir sagði frá því í gær að Weinstein telji að sér verði á endanum fyrirgefið. Hann neitar þó að hafa gerst sekur um kynferðisglæpi.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Trúir því að sér verði fyrirgefið Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. 29. apríl 2018 09:17 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Trúir því að sér verði fyrirgefið Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. 29. apríl 2018 09:17
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40