Svartir fá lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2017 16:19 Svartir menn virðast fá minni tækifæri frá bandaríska dómskerfinu en hvítir. Vísir/Getty Fangelsisrefsingar svartra karlmanna í Bandaríkjunum eru að jafnaði um fimmtungi lengri en hvítra karlmanna fyrir sömu brot, jafnvel þegar tekið hefur verið tillit til sakaferils þeirra og annarra þátta. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu opinberrar nefndar. Refsiákvörðunarnefnd á vegum bandarísku alríkisstjórnarinnar tók saman gögnin og komst að þeirri niðurstöðu að svartir karlmenn sem voru dæmdir fyrir alríkisglæpi fengu lengri dóma en hvítir á árunum 2012 til 2016. Þá hafð verið tekið tillit til sakaferils, játninga, aldurs, menntunar og hvort að mennirnir væru með ríkisborgararétt. Í umfjöllun vefmiðilsins Vox kemur fram að orsökin gæti vel verið hlutdrægni dómstóla gegn svörtu fólki. Hæstiréttur hafi veitt alríkisdómurinn meira sjálfdæmi um ákvörðun refsinga á síðustu tíu árunum. Það auki líkurnar á að fordómar liti refsingar. Ástæðuna gætu einnig verið að finna í ákærum saksóknara. Rannsóknir hafi sýnt að saksóknarar sæki harðar fram gegn svörtum sakborningum en hvítum. Þannig séu svartir menn frekar ákærðir fyrir brot þar sem kveðið er á um að refsing verði að ná ákveðinni lágmarkslengd en hvítir, jafnvel þegar þeir eru sakaðir um sömu brot. Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að dómarar væru líklegri til að sýna hvítum mönnum mildi en svörtum og stytta refsingar þeirra. Hvítir menn fengu einnig meiri styttingar á refsingu en svartir. Bandaríkin Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Fangelsisrefsingar svartra karlmanna í Bandaríkjunum eru að jafnaði um fimmtungi lengri en hvítra karlmanna fyrir sömu brot, jafnvel þegar tekið hefur verið tillit til sakaferils þeirra og annarra þátta. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu opinberrar nefndar. Refsiákvörðunarnefnd á vegum bandarísku alríkisstjórnarinnar tók saman gögnin og komst að þeirri niðurstöðu að svartir karlmenn sem voru dæmdir fyrir alríkisglæpi fengu lengri dóma en hvítir á árunum 2012 til 2016. Þá hafð verið tekið tillit til sakaferils, játninga, aldurs, menntunar og hvort að mennirnir væru með ríkisborgararétt. Í umfjöllun vefmiðilsins Vox kemur fram að orsökin gæti vel verið hlutdrægni dómstóla gegn svörtu fólki. Hæstiréttur hafi veitt alríkisdómurinn meira sjálfdæmi um ákvörðun refsinga á síðustu tíu árunum. Það auki líkurnar á að fordómar liti refsingar. Ástæðuna gætu einnig verið að finna í ákærum saksóknara. Rannsóknir hafi sýnt að saksóknarar sæki harðar fram gegn svörtum sakborningum en hvítum. Þannig séu svartir menn frekar ákærðir fyrir brot þar sem kveðið er á um að refsing verði að ná ákveðinni lágmarkslengd en hvítir, jafnvel þegar þeir eru sakaðir um sömu brot. Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að dómarar væru líklegri til að sýna hvítum mönnum mildi en svörtum og stytta refsingar þeirra. Hvítir menn fengu einnig meiri styttingar á refsingu en svartir.
Bandaríkin Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira