Síendurteknar árásir á afganska kjósendur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Hin átta ára gamla Zahra liggur á sjúkarhúsi í Kabúl eftir hryðjuverkaárás gærdagsins. Vísir/getty Sjálfsvígsárásarmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki myrti að minnsta kosti 57 og særði 119 í höfuðborginni Kabúl í gær. Maðurinn sprengdi sig í loft upp fyrir utan hús þar sem fólk beið í röðum eftir að fá að skrá sig á kjörskrá. Fjórar slíkar árásir hafa verið gerðar frá því byrjað var að skrá kjósendur í síðustu viku. Kosið verður til þings í Afganistan þann 20. október næstkomandi. Reyndar áttu þær kosningar upphaflega að fara fram í október 2016, svo í júní á þessu ári. Kosningum hefur sem sagt verið frestað ítrekað og hafa yfirvöld sagt öryggisástæður þar að baki. Ríkisstjórn Ashrafs Ghani forseta hefur í raun ekki fulla stjórn á nema um 30 prósentum landsins, að því er rannsókn blaðamanna BBC, sem birt var í janúar, leiddi í ljós. Á hinum 70 prósentunum eru Talíbanar fyrirferðarmiklir, þótt þeir hafi ekki nema fulla stjórn á um fjórum prósentum landsins. Ljóst er að ríkisstjórnin telur öryggi kjósenda ógnað. Árásir undanfarinnar viku sýna það svart á hvítu. Til stendur að kjósa til forseta á næsta ári og er vonast til þess að þingkosningar októbermánaðar gangi vel til að engin ástæða verði til að fresta forsetakosningunum. „Þolinmæði okkar er á þrotum. Ríkisstjórnin ætti að axla ábyrgð á því að þessar linnulausu árásir á saklaust fólk haldi áfram. Það vill enginn kjósa lengur,“ sagði Afgani að nafni Hussain við AFP, en frændi hans fórst í árás gærdagsins.Búist við auknum árásum Og ljóst er að fleiri reiðast ríkisstjórninni. Vitni að árásinni sagði í samtali við Tolo TV, stærstu sjónvarpsstöð landsins, að almennir borgarar þyrftu nú sjálfir að vopnast til að verja sig. „Við sjáum nú að ríkisstjórnin getur ekki tryggt öryggi okkar,“ sagði vitnið. Ghani forseti fordæmdi árásina. Sagði hana svívirðilega. Forsetinn hefur ekki enn fengið svar frá Talíbönum, sem gerðu einnig árásir á verðandi kjósendur í vikunni, eftir að hann bauð þeim til friðarviðræðna í febrúar. Búist er við því að Talíbanar setji meiri þunga í árásir sínar á næstunni, líkt og hefð er fyrir á vormánuðum. John Nicholson, æðsti hershöfðingi Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, sagði við Tolo TV í síðasta mánuði að hann byggist við því að Talíbanar gerðu fjölda sjálfsmorðsárása nú í vor. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Sjálfsvígsárásarmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki myrti að minnsta kosti 57 og særði 119 í höfuðborginni Kabúl í gær. Maðurinn sprengdi sig í loft upp fyrir utan hús þar sem fólk beið í röðum eftir að fá að skrá sig á kjörskrá. Fjórar slíkar árásir hafa verið gerðar frá því byrjað var að skrá kjósendur í síðustu viku. Kosið verður til þings í Afganistan þann 20. október næstkomandi. Reyndar áttu þær kosningar upphaflega að fara fram í október 2016, svo í júní á þessu ári. Kosningum hefur sem sagt verið frestað ítrekað og hafa yfirvöld sagt öryggisástæður þar að baki. Ríkisstjórn Ashrafs Ghani forseta hefur í raun ekki fulla stjórn á nema um 30 prósentum landsins, að því er rannsókn blaðamanna BBC, sem birt var í janúar, leiddi í ljós. Á hinum 70 prósentunum eru Talíbanar fyrirferðarmiklir, þótt þeir hafi ekki nema fulla stjórn á um fjórum prósentum landsins. Ljóst er að ríkisstjórnin telur öryggi kjósenda ógnað. Árásir undanfarinnar viku sýna það svart á hvítu. Til stendur að kjósa til forseta á næsta ári og er vonast til þess að þingkosningar októbermánaðar gangi vel til að engin ástæða verði til að fresta forsetakosningunum. „Þolinmæði okkar er á þrotum. Ríkisstjórnin ætti að axla ábyrgð á því að þessar linnulausu árásir á saklaust fólk haldi áfram. Það vill enginn kjósa lengur,“ sagði Afgani að nafni Hussain við AFP, en frændi hans fórst í árás gærdagsins.Búist við auknum árásum Og ljóst er að fleiri reiðast ríkisstjórninni. Vitni að árásinni sagði í samtali við Tolo TV, stærstu sjónvarpsstöð landsins, að almennir borgarar þyrftu nú sjálfir að vopnast til að verja sig. „Við sjáum nú að ríkisstjórnin getur ekki tryggt öryggi okkar,“ sagði vitnið. Ghani forseti fordæmdi árásina. Sagði hana svívirðilega. Forsetinn hefur ekki enn fengið svar frá Talíbönum, sem gerðu einnig árásir á verðandi kjósendur í vikunni, eftir að hann bauð þeim til friðarviðræðna í febrúar. Búist er við því að Talíbanar setji meiri þunga í árásir sínar á næstunni, líkt og hefð er fyrir á vormánuðum. John Nicholson, æðsti hershöfðingi Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, sagði við Tolo TV í síðasta mánuði að hann byggist við því að Talíbanar gerðu fjölda sjálfsmorðsárása nú í vor.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira