Forseti Rúmeníu krefst afsagnar forsætisráðherrans Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2018 11:18 Dancila heimsótti Ísrael í vikunni. Ríkisstjórn hennar er sögð vinna að því að færa sendiráð Rúmeníu til Jerúsalem. Vísir/AFP Vantrauststillaga gæti blasað við Vioricu Dancila, forsætisráðherra Rúmeníu, eftir að Klaus Iohannis forseti krafðist afsagnar hennar í dag. Forsetinn telur ráðherrann hafa farið út fyrir valdheimildir sínar þegar hún gerði leynilegt samkomulag um að færa sendiráð landsins í Ísrael til Jerúsalem. „Frú Dancila ræður ekki við skyldur sínar sem forsætisráðherra Rúmeníu og er þannig að gera ríkisstjórnina að dragbít fyrir Rúmeníu. Þess vegna kalla ég opinberlega eftir afsögn hennar,“ sagði Iohannis í yfirlýsingu í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það er á valdi forseta Rúmeníu að taka ákvarðanir um flutning sendiráða. Iohannis segir hins vegar að Dancila hafi ekki ráðfært sig við hann um flutning sendiráðsins í Ísrael eða opinbera heimsókn forsætisráðherrans þangað í vikunni. Dancila hefur sagt efni minnisblaðs sem hún skrifaði undir varðandi flutningin trúnaðarmál sem ekki væri hægt að greina frá opinberlega ennþá. Iohannis varar við því að flutningur sendiráðsins gæti varðað við alþjóðalög. Ísraelsmenn gera tilkall til Jerúsalem en það gera Palestínumenn einnig. Fá ríki viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels af þessum sökum og yrði Rúmenía fyrsta Evrópulandið til að gera það. Það olli miklum úlfaþyt þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels í vetur. Forseti Rúmeníu hefur ekki vald til að reka forsætisráðherrann en krafa Iohannis gæti leitt til vantrauststillögu í þinginu. Nær öruggt er þó talið að Dancila stæði hana af sér en Sósíaldemókrataflokkur hennar er með traustan meirihluta þar. Rúmenía Tengdar fréttir Eykur hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. 10. desember 2017 07:23 Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Vantrauststillaga gæti blasað við Vioricu Dancila, forsætisráðherra Rúmeníu, eftir að Klaus Iohannis forseti krafðist afsagnar hennar í dag. Forsetinn telur ráðherrann hafa farið út fyrir valdheimildir sínar þegar hún gerði leynilegt samkomulag um að færa sendiráð landsins í Ísrael til Jerúsalem. „Frú Dancila ræður ekki við skyldur sínar sem forsætisráðherra Rúmeníu og er þannig að gera ríkisstjórnina að dragbít fyrir Rúmeníu. Þess vegna kalla ég opinberlega eftir afsögn hennar,“ sagði Iohannis í yfirlýsingu í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það er á valdi forseta Rúmeníu að taka ákvarðanir um flutning sendiráða. Iohannis segir hins vegar að Dancila hafi ekki ráðfært sig við hann um flutning sendiráðsins í Ísrael eða opinbera heimsókn forsætisráðherrans þangað í vikunni. Dancila hefur sagt efni minnisblaðs sem hún skrifaði undir varðandi flutningin trúnaðarmál sem ekki væri hægt að greina frá opinberlega ennþá. Iohannis varar við því að flutningur sendiráðsins gæti varðað við alþjóðalög. Ísraelsmenn gera tilkall til Jerúsalem en það gera Palestínumenn einnig. Fá ríki viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels af þessum sökum og yrði Rúmenía fyrsta Evrópulandið til að gera það. Það olli miklum úlfaþyt þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels í vetur. Forseti Rúmeníu hefur ekki vald til að reka forsætisráðherrann en krafa Iohannis gæti leitt til vantrauststillögu í þinginu. Nær öruggt er þó talið að Dancila stæði hana af sér en Sósíaldemókrataflokkur hennar er með traustan meirihluta þar.
Rúmenía Tengdar fréttir Eykur hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. 10. desember 2017 07:23 Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Eykur hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. 10. desember 2017 07:23
Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45
Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36
Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“