Eykur hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2017 07:23 Frá fundi ráðherra Arababandalagsins í Kaíró í gærkvöldi. Vísir/afp Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels auki hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum. Ekki sé lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs.BBC greinir frá málinu en ákvörðun Trump batt enda á hlutleysi Bandaríkjanna í einni viðkvæmustu deilunni í Mið-Austurlöndum. Ráðherrar 22 ríkja, þeirra á meðal margir af nánustu bandamönnum Bandaríkjanna í heimshlutanum, sendu frá sér yfirlýsinguna í nótt. Síðustu þrjá daga hafa verið mikið um mótmæli og óeirðir bæði á Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Ísraelar hafa ávallt litið á Jerúsalem sem höfuðborg sína, en Palestínumenn hafa álitið austurhluta borgarinnar – sem Ísraelar hernámu í Sex daga stríðinu 1967 – vera framtíðarhöfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínumanna.Funduðu í Kaíró Trump hét því í kosningabaráttunni að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og að með ákvörðuninni væri einungis verið að bregðast við og viðurkenna raunveruleikann. Ráðherrar Arababandalagsins funduðu í egypsku höfuðborginni Kaíró og sendu frá sér yfirlýsinguna klukkan eitt í nótt. Meðal þeirra ríkja sem gagnrýna forsetann bandaríska eru Jórdanía, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn, þar sem málið var til umræðu, voru Bandaríkin einangruð í afstöðu sinni þar sem fjórtán af fimmtán ríki, sem sæti eiga í ráðinu, fordæmdu ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, sagði Sameinuðu þjóðirnar hafa sýnt svívirðilega óvild í garð Ísraels í gegnum tíðina. Bandaríkin myndu enn vinna að því að friður náist í heimshlutanum. Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar reyna að telja Bandaríkjaforseta hughvarf Þjóðarleiðtogarnir eru sammála um það að ákvörðun Bandaríkjaforseta sé mikið áhyggjuefni. 9. desember 2017 19:39 Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45 Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas-samtaka Palestínumanna á Gaza svæðinu í kvöld. 8. desember 2017 22:37 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels auki hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum. Ekki sé lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs.BBC greinir frá málinu en ákvörðun Trump batt enda á hlutleysi Bandaríkjanna í einni viðkvæmustu deilunni í Mið-Austurlöndum. Ráðherrar 22 ríkja, þeirra á meðal margir af nánustu bandamönnum Bandaríkjanna í heimshlutanum, sendu frá sér yfirlýsinguna í nótt. Síðustu þrjá daga hafa verið mikið um mótmæli og óeirðir bæði á Vesturbakkanum og Gasaströndinni. Ísraelar hafa ávallt litið á Jerúsalem sem höfuðborg sína, en Palestínumenn hafa álitið austurhluta borgarinnar – sem Ísraelar hernámu í Sex daga stríðinu 1967 – vera framtíðarhöfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínumanna.Funduðu í Kaíró Trump hét því í kosningabaráttunni að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og að með ákvörðuninni væri einungis verið að bregðast við og viðurkenna raunveruleikann. Ráðherrar Arababandalagsins funduðu í egypsku höfuðborginni Kaíró og sendu frá sér yfirlýsinguna klukkan eitt í nótt. Meðal þeirra ríkja sem gagnrýna forsetann bandaríska eru Jórdanía, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn, þar sem málið var til umræðu, voru Bandaríkin einangruð í afstöðu sinni þar sem fjórtán af fimmtán ríki, sem sæti eiga í ráðinu, fordæmdu ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, sagði Sameinuðu þjóðirnar hafa sýnt svívirðilega óvild í garð Ísraels í gegnum tíðina. Bandaríkin myndu enn vinna að því að friður náist í heimshlutanum.
Donald Trump Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar reyna að telja Bandaríkjaforseta hughvarf Þjóðarleiðtogarnir eru sammála um það að ákvörðun Bandaríkjaforseta sé mikið áhyggjuefni. 9. desember 2017 19:39 Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45 Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas-samtaka Palestínumanna á Gaza svæðinu í kvöld. 8. desember 2017 22:37 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Þjóðarleiðtogar reyna að telja Bandaríkjaforseta hughvarf Þjóðarleiðtogarnir eru sammála um það að ákvörðun Bandaríkjaforseta sé mikið áhyggjuefni. 9. desember 2017 19:39
Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45
Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19
Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas Ísraelski herinn gerði loftárás á bækistöð Hamas-samtaka Palestínumanna á Gaza svæðinu í kvöld. 8. desember 2017 22:37