Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 4-1 | Ágúst byrjar á stórsigri

Svava Kristín Grétarsdóttir á Kópavogsvelli skrifar
vísir
Breiðablik vann öruggann þriggja marka sigur á ÍBV í fyrstu umferð Pepsí-deildar karla. Leiknum lauk með 4-1 sigri Breiðabliks sem leiddi leikinn með einu marki í hálfleik, 1-0. 

Leikurinn var ekki mikil skemmtun í fyrri hálfleik. Liðin voru smá tíma að finna taktinn og sköpuðu sér lítið af færum. Sveinn Aron Guðjohnsen kom heimamönnum yfir í leiknum rétt undir lok fyrri hálfleiks með góðu marki. Jonathan Hendrickx átti sendinguna á Svein Aron sem lagði boltann fyrir sig og skoraði örugglega fram hjá Derby Carillo í marki ÍBV. Drauma byrjun á tímabilinu fyrir Svein Aron og staðan í hálfleik 1-0, Breiðablik í vil.

Seinni hálfleikurinn varð strax í upphafi töluvert áhugaverðari en sá fyrri. ÍBV jafnaði leikinn á 47’ mínútu með afar óvæntu marki frá Kaj Leó. Kaj henti sér í skot frá 30 metra færi og söng boltinn í netinu, fast skot alveg út við stöng. 

Það lifnaði yfir leiknum eftir þetta og Sveinn Aron var aftur á ferðinni á 62’ mínútu. Aron Bjarnason átti þá fyrirgjöf sem endaði á kollinum á Sveini og þaðan í markið. Blikarnir voru ekki hættir að skora því þriðja mark þeirra datt inn undir lok leiks, Gísli Eyjólfsson átti þá gott skot utan vítateigs, öruggt mark sem Derby átti ekki möguleika á að verja.

Staðan 3-1 þegar að venjulegum leiktíma var að ljúka en heimamenn áttu þá eftir að bæti við öðru marki. Willum Þór Willumsson skoraði fjórða og síðasta mark leiksins. Derby með agaleg mistök í marki ÍBV, sló boltann til Willums sem þakkaði sendinguna og setti boltann í netið. 4-1 loka niðurstaðan á Kópavogsvelli 

Af hverju vann Breiðablik? 

Breiðablik er einfaldlega betra lið en ÍBV. Breiðablik átti ekki neitt stórbrotinn leik en ÍBV átti hins vegar mjög slakann leik. Eftir að ÍBV jafnaði leikinn var sterkt hjá Breiðablik að svara fljótt fyrir sig og gefast ekki upp, góður seinni hálfleikur hjá þeim skóp sigurinn. 

Hverjir stóðu uppúr? 

Sveinn Aron Guðjohnsen var maður leiksins. Skoraði tvö frábær mörk og var hættulegur frammi. Þá áttu Jonathan Hendrickx og Gísli Eyjólfsson fínan leik í dag. 

Það stóð enginn beint uppúr í liði ÍBV en Kaj Leó fær þó hæstu einkunn í liði Eyjamanna. 

Hvað gekk illa? 

Báðum liðum gekk illa að skapa sér opin færi í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn þurr og lítið áhugavert sem gerðist þar. Leikur Breiðabliks batnaði til muna í síðari hálfleik en það sama var uppi hjá ÍBV sem fékk eitt færi í leiknum. Derby Carrillo átti ekki góðan dag í marki ÍBV, fékk á sig fjögur mörk og hefði mátt gera betur. 



Hvað er framundan?

Mjókurbikarinn er næstur á dagskrá. ÍBV tekur á móti Einherja á þriðjudaginn, 1 maí, á meðan Breiðablik fer í breiðholtið og mætir þar Leikni R. 

 

Ágúst Þór: Ánægður að strákarnir gáfust ekki upp

„Blikar hafa ekki unnið fyrsta heimaleik mjög lengi, einhver ár síðan svo það er kærkomið að klára þennann leik með þremur stigum“ sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Breiðabliks. 

„Við fórum í verkefnið til að klára það, þetta var erfitt gegn skipulögðu liði ÍBV. Þetta tókst að lokum, settum tvö mörk í lokin sem kláraði þennann leik fyrir okkur.“

„Þeir skoruðu frábært mark, geggjað mark af 30 metra færi. Kannski klaufaskapur hjá okkur en við þurftum að svara þessu og gerðum það með þremur mörkum. Ég var ánægður með það að strákarnir hafi ekki gefist upp og hætt bara þegar þeir jöfnuðu„ sagði Ágúst sem viðurkenndi að smá stress hafi verið þegar jöfnunarmarkið kom. 

„Ég viðurkenni að það fór alveg um mann þegar þeir jöfnuðu leikinn en strákarnir sýndu það og sönnuðu að þeir eru tilbúnir í hvað sem er. Þetta var rólegur fótboltaleikur í 60-70 mínútur en þegar við jukum tempóið í lokinn þá áttu þeir ekki svör við því.„

„Sveinn Aron stóð sig mjög vel, setti þessi tvö mörk og var valinn maður leiksins en þetta var sigur liðsheildarinnar ekkert annað“

„Þetta er langt undirbúningstímabil og það skilaði sér í dag það sem við höfum verið að gera í vetur. Þakklátur fyrir framlag strákanna í dag og svo var fínt að fá áhorfendur á völlinn, ég hefði viljað fá fleiri en við gerum það bara næst“ sagði Ágúst Þór að lokum, en áhorfendur voru þó 1889 á kópavogsvelli í dag, sem verður að teljast nokkuð gott gegn liði utan af landi. 

 

Kristján: Afleidd frammistaða

„Við töpuðum réttilega 4-1“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, að leik loknum

„Frammistaða okkar í þessum leik var afleidd“ 

„Við byrjuðum leikinn sterkt og sýndum hvað við ætluðum að gera. Við gáfum síðan eftir undir lok fyrri hálfleiks og fengum þá á okkur mark. Í seinni hálfleik eigum við síðan ekki neitt. Kaj Leó vann boltann á miðjunni og skorar þetta mark en það var það eina sem við áttum í seinni hálfleik.“ sagði Kristján

Það hefur verið saga ÍBV að byrja tímabil á slöku gengi og því oft kennt um að leikmenn séu enn að týnast inn í hópinn. Kristján segist lítið þekkja til þess og sé í rauninni nákvæmlega sama.  

„Það er talað um það, ég veit ekki hvort það sé einhver fótur fyrir þeim rökfærslum. Mér er í rauninni alveg sama, við þurfum bara að spila betur en þetta til að vinna leiki.  Við ætlum að spila mótið og sýna að við getum betur en fallsæti eins og okkur er spáð.“ sagði Kristján að lokum



Sveinn Aron: Geggjað fyrir sjálfstraustið

Sveinn Aron Guðjohnsen, leikmaður Breiðabliks, var valinn maður leiksins, hann skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik og segir það gott fyrir sjálfstraustið að fá svona byrjun á tímabilinu

„Mjög ángæður með þennann leik, geggjað að fá þrjú stig og byrja tímabilið vel“ sagði Sveinn Aron

Sveinn Aron hefur skorað fimm mörk í pepsí-deild karla og þar af fjögur gegn ÍBV 

„Fyrsta markið mitt í efstu deild var líka á móti ÍBV, það er ekkert sem ég hef svo sem á móti ÍBV, svona er þetta bara“ sagði Sveinn sem játar því að það hafi verið gott fyrir sjálfstraustið að skora strax í fyrsta leik 

 

„Já það er geggjað fyrir sjálfstraustið að fá þessi tvö mörk í dag og að fá traustið frá þjálfaranum í sumar“ 

„Við vorum lengi að byrja, en um leið og við fengum tilfiningu fyrir boltanum þá fórum við að spila okkar leik og kláruðum þetta. Það er auðvitað frábært að byrja tímabilið vel, við erum með flottann og þéttan hóp, það er góð liðsheild svo ég er bara bjartsýnn á þetta hjá okkur.“ sagði Sveinn Aron að lokum

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira