Trump þáði framlag frá úkraínskum auðkýfingi í kosningabaráttunni Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 10:15 Framlag úkraínska stálfurstans fór til góðgerðasjóð Trump. Forsetinn hefur áður verið sakaður um að misnota sjóðinn og nota hann til að greiða fyrir eigin lögfræðikostnað. Vísir/AFP Greiðsla sem Donald Trump Bandaríkjaforseti þáði fyrir að tala á ráðstefnu úkraínsks auðkýfings þegar kosningabaráttan í Bandaríkjunum stóð yfir árið 2015 er nú til rannsóknar hjá saksóknurum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins.New York Times segir að gögn um greiðsluna hafi komið í ljós þegar Mueller stefndi fyrirtæki forsetans um afhendingu fjölda skjala um viðskipti við erlenda aðila í síðasta mánuði. Alls fékk Trump-sjóðurinn, góðgerðafélag forsetans, 150.000 dollara frá Viktori Pintsjúk, úkraínskum stálfursta, gegn því að Trump talaði í tuttugu mínútur á ráðstefnu í Kænugarði í september árið 2015. Trump hélt töluna í gegnum fjarfundarbúnað. Framlagið var það stærsta sem sjóðurinn fékk frá öðrum en Trump sjálfum það ár. Blaðið fullyrðir að það hafi verið Michael Cohen, lögmaður Trump, sem falaðist eftir greiðslunni. Alríkislögreglan FBI gerði húsleit á skrifstofu Cohen, íbúð og hótelherbergi í gær og safnaði þar gögnum. Talið er að húsleitin tengist greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Ráðstefnan sem Trump talaði á fjallaði um samband Úkraínu og Evrópusambandsins en Pintsjúk er hlyntur nánari tengslum við vestærn ríki. Vestrænir stjórnmálamenn hafa mætt á ráðstefnuna í gegnum tíðina, þar á meðal Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Þegar hún fór fram stóð forval Repúblikanaflokksins enn yfir. Trump var þá með forystu í forvalinu en hvorki flokksforystan né fjölmiðla trúðu hins vegar ekki ennþá að hann gæti staðið uppi sem sigurvegari á endanum.Viktor Píntsjúk hefur sóst eftir nánari tengslum Úkraínu og vestrænna ríkja. Trump talaði á ráðstefnu hans gegn 150.000 dollara greiðslu árið 2015.Vísir/AFPVaxandi áhugi á erlendum greiðslum Mueller virðist nú vera að rannsaka hvaða áhrif greiðslur frá erlendum aðilum, öðrum en Rússum, höfðu á framboð Trump. Hann hefur umboð til þess að rannsaka meint samráð framboðsins við rússnesk stjórnvöld fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og annað mögulegt saknæmt athæfi sem hann kann að komast á snoðir um. Áður hefur New York Times sagt frá því að líbansk-bandarískur kaupsýslumaður og ráðgjafi stjórnvalda í Sameinaða arabíska furstadæminu vinni nú með saksóknurum Mueller. Til rannsóknar sé hvort að þarlendir leiðtogar hafi veitt fé til framboðs Trump og hvort þeir hafi reynt að kaupa sér pólitíska greiða hjá ríkisstjórn hans. Þá hefur komið fram að Mueller hafi látið stöðva að minnsta kosti tvo rússneska ólígarka við komu til Bandaríkjanna. Saksóknarar hafi spurt vitni spurninga um hvort að fé hafi runnið inn í framboð Trump frá rússneskum ólígörkum, mögulega í gegnum bandaríska leppi. Ólöglegt er fyrir bandarísk stjórnmálaframboð að þiggja fé frá erlendum aðilum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Greiðsla sem Donald Trump Bandaríkjaforseti þáði fyrir að tala á ráðstefnu úkraínsks auðkýfings þegar kosningabaráttan í Bandaríkjunum stóð yfir árið 2015 er nú til rannsóknar hjá saksóknurum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins.New York Times segir að gögn um greiðsluna hafi komið í ljós þegar Mueller stefndi fyrirtæki forsetans um afhendingu fjölda skjala um viðskipti við erlenda aðila í síðasta mánuði. Alls fékk Trump-sjóðurinn, góðgerðafélag forsetans, 150.000 dollara frá Viktori Pintsjúk, úkraínskum stálfursta, gegn því að Trump talaði í tuttugu mínútur á ráðstefnu í Kænugarði í september árið 2015. Trump hélt töluna í gegnum fjarfundarbúnað. Framlagið var það stærsta sem sjóðurinn fékk frá öðrum en Trump sjálfum það ár. Blaðið fullyrðir að það hafi verið Michael Cohen, lögmaður Trump, sem falaðist eftir greiðslunni. Alríkislögreglan FBI gerði húsleit á skrifstofu Cohen, íbúð og hótelherbergi í gær og safnaði þar gögnum. Talið er að húsleitin tengist greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Ráðstefnan sem Trump talaði á fjallaði um samband Úkraínu og Evrópusambandsins en Pintsjúk er hlyntur nánari tengslum við vestærn ríki. Vestrænir stjórnmálamenn hafa mætt á ráðstefnuna í gegnum tíðina, þar á meðal Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Þegar hún fór fram stóð forval Repúblikanaflokksins enn yfir. Trump var þá með forystu í forvalinu en hvorki flokksforystan né fjölmiðla trúðu hins vegar ekki ennþá að hann gæti staðið uppi sem sigurvegari á endanum.Viktor Píntsjúk hefur sóst eftir nánari tengslum Úkraínu og vestrænna ríkja. Trump talaði á ráðstefnu hans gegn 150.000 dollara greiðslu árið 2015.Vísir/AFPVaxandi áhugi á erlendum greiðslum Mueller virðist nú vera að rannsaka hvaða áhrif greiðslur frá erlendum aðilum, öðrum en Rússum, höfðu á framboð Trump. Hann hefur umboð til þess að rannsaka meint samráð framboðsins við rússnesk stjórnvöld fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og annað mögulegt saknæmt athæfi sem hann kann að komast á snoðir um. Áður hefur New York Times sagt frá því að líbansk-bandarískur kaupsýslumaður og ráðgjafi stjórnvalda í Sameinaða arabíska furstadæminu vinni nú með saksóknurum Mueller. Til rannsóknar sé hvort að þarlendir leiðtogar hafi veitt fé til framboðs Trump og hvort þeir hafi reynt að kaupa sér pólitíska greiða hjá ríkisstjórn hans. Þá hefur komið fram að Mueller hafi látið stöðva að minnsta kosti tvo rússneska ólígarka við komu til Bandaríkjanna. Saksóknarar hafi spurt vitni spurninga um hvort að fé hafi runnið inn í framboð Trump frá rússneskum ólígörkum, mögulega í gegnum bandaríska leppi. Ólöglegt er fyrir bandarísk stjórnmálaframboð að þiggja fé frá erlendum aðilum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48
Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15
Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15