Enski boltinn

„Fyrirgefið mér, Chelsea stuðningsmenn“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Hernandez er að leita sér að nýju félagi í sumar og þeir hjá Chelsea ættu kannski að kanna það að fá kappann á Stamford Bridge.

Javier Hernandez gerði nefnilega það um helgina það sem hann hefur gert margoft áður sem er að skora á móti Chelsea. Þessi Mexíkómaður hefur ekki skorað fleiri mörk á móti neinu öðru félagi á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Javier Hernandez eða Chicharito eins og hann er jafnan kallaður, kom inná sem varmaður um síðustu helgi og tryggði West Ham 1-1 jafntefli á móti Chelsea.

Þessi tvö töpuðu stig hjá Chelsea nánast gerðu út um möguleika liðsins á að komast upp í Meistaradeildarsæti áður en tímabilið er úti.





„Fyrirgefið mér, Chelsea stuðningsmenn,“ sagði Javier Hernandez hlæjandi.

„Stundum er þetta bara svona í fótboltanum. Ég get kannski bara ekki skorað á móti einu félagi og svo skora ég alltaf á móti Chelsea,“ sagði Javier Hernandez.

Hann kom inná sem varamaður í þessum leik en hefur skorað átta mörk á 1455 mínútum í ensku úrvalsdeildinni í vetur þar af fjögur mörk í síðustu sjö leikjum.





Það er hinsvegar tölfræði hans gegn Chelsea sem vekur mesta athygli. Javier Hernandez hefur skorað 9 mörk í 14 leikjum á móti Chelsea.

Þetta var í fjórða sinn sem hann skorar á Stamford Bridge eftir að hafa komið inná sem varamaður.

Það má sjá markið hans í spilarnum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×