Enski boltinn

Segja að ensku úrvalsdeildarfélögin vilji ekki fá VAR næsta vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Craig Pawson er hér búinn að dæma Liverpool víti á móti West Brom í enska bikarnum eftir aðstoð frá myndavéladómara. Leikmenn WBA eru allt annað en sáttir.
Craig Pawson er hér búinn að dæma Liverpool víti á móti West Brom í enska bikarnum eftir aðstoð frá myndavéladómara. Leikmenn WBA eru allt annað en sáttir. Vísir/Getty
Í dag kemur í ljós hvort myndavéladómarar verði til staðar á næsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Félögin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni hittast þá á sérstökum fundi og ræða möguleikann á því að taka upp VAR kerfið á komandi tímabili.

VAR hefur verið mjög umdeilt en það verður notað á HM í Rússlandi í sumar. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur þegar talað um að hann búist við einhverjum umdeildum atvikum í kringum myndavéladómgæsluna á heimsmeistaramótinu.

Það er ekki bara tafirnir sem myndast þegar myndavéladómarar eru að störfum heldur eru þeir oft að úrskurða um atriði sem eru á mjög svo gráu svæði. Útkoman verður því alltaf umdeild.





Það þarf tvo þriðju atkvæða til að samþykkja það að byrja með myndavéladómara í deildinni en þeir voru prófaðir í ensku bikarkeppninni og í enska deildarbikarnum í vetur.

Mike Riley, yfirmaður dómaramála, mun kynna kerfið fyrir félögum og svo verður kosið. Riley aðeins segja frá VAR en ekki berjast fyrir því að það verði tekið upp.

Svo gæti reyndar farið að félögin fresti umræðunni þangað til eftir HM til að sjá hvernig gengur hjá myndavéladómurum á því móti en mestar líkur eru á því samkvæmt frétt Telegraph er að félögin segi nei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×