Enski boltinn

Stórleikur á Wembley | Upphitun fyrir leiki dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það verður nóg um að vera í enska boltanum í dag en alls eru sjö leikir á dagskrá enska boltans í dag. Fyrsti leikurinn er í hádeginu og svo er spilað fram eftir kvöldi.

Hádegisleikurinn er á milli Southampton og Chelsea en Chelsea er tíu stigum á eftir Tottenham í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Southampton er þremur stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnely eru í harðri baráttu við Arsenal um sjötta sætið sem gefur þáttökurétt í Evrópudeildinni en Burnley mætir Leicester í dag.

Liverpool spilar við Bournemouth í síðdegisleiknum en það er svo stórleikur í kvöld, eða nánar tiltekið klukkan 18.45. Manchester City heimsækir þá Tottenham á Wembley.

Síðustu vikur hafa ekki verið góðar fyrir City. Í kvöld getur þó liðið nánast tryggt sér Englandsmeistaratitilinn á laugardagskvöldi í Lundúnum en liðið hefur nú tólf stiga forskot á United er sex leikir eru eftir.

Allt þetta í beinni á Stöð 2 Sport í dag.

Leikir dagsins:

11.30 Southampton - Chelsea

14.00 Burnley - Leicester

14.00 Crystal Palace - Brighton

14.00 Huddersfield - Watford

14.00 Swansea - Everton

16.30 Liverpool - Bournemouth

18.45 Tottenham - Man. City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×