Enski boltinn

Guardiola: Auðvitað getum við misst af titlinum

Einar Sigurvinsson skrifar
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City.
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City. vísir/afp
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir að þrátt fyrir 13 stiga forystu sinna manna á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, geti titillinn enn farið til nágrannanna í Manchester United.

Manchester City lét Englandsmeistaratitilinn renna sér úr greipum í síðustu umferð þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Manchester United, en City var tveimur mörkum yfir í hálfleik. Lærisveinar Guardiola þurfa nú á fimm stigum að halda úr síðustu sex leikjum sínum til þess að vinna deildina.

„Auðvitað getum við misst af titlinum, ég lofa þér því. Fyrir nokkrum árum tapaði Real Madrid sex leikjum í röð og vann ekki deildina,“ segir Guardiola.

Hann vísar þar til tímabilsins 2003-04 þegar Valencia, undir stjórn Rafa Benitez, vann óvæntan sigur í spænsku deildinni. Real Madrid glutraði þar niður forystu sinni í með því að tapa sex af síðustu sjö leikjum sínum í deildinni.

„Það gerðist í fyrra, í fyrsta skipti, í NBA úrslitunum að lið kom til baka eftir að hafa lent 3-1 undir. Cavaliers unnu Golden State Warriors 4-3. Þeir unnu þrjá leiki í röð. Svo það getur allt gerst í íþróttum.“

Manchester City mætir Tottenham klukkan 18:45 í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×