Erlent

Fjórir látnir í sprengjuárás á Gaza svæðinu

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna.
Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. Vísir/Getty
Palestínski hópurinn Islamic Jihad segir að fjórir meðlimir hópsins hafi dáið í sprengjuárás á Gaza. Heilbrigðisyfirvöld á staðnum staðfestu þetta. Læknar á Rafah svæðinu segja að sprengingin hafi verið verk Ísraelsmanna en talsmaður hersins segir svo ekki vera. Reuters greinir frá þessu. 

Átök á svæðinu hafa verið daglegt brauð síðan 30.mars þegar Palestínumenn hófu mótmæli með fram landamærunum. Ísraelski herinn hefur drepið 31 íbúa á Gaza svæðinu og hundruð hafa særst síðan mótmælin hófust.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×