Enski boltinn

Mourinho: Sumir leikmennirnir halda að þetta sé tískubolti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho var brjálaður.
Mourinho var brjálaður. vísir/afp

Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, var heldur betur óhress er hans menn afhentu City enska meistaratitilinn á silfurfati eftir 1-0 tap gegn WBA á heimavelli í dag.

Eftir frábæran sigur um síðustu helgi, 3-2, gegn nágrönnunum í City dró heldur betur af United liðinu í dag og frammistaðan í raun skelfileg. Tap gegn versta liðinu á heimavelli.

„Þetta voru slök viðbrögð eftir sigurinn á City, þetta eru afleiðingar af flóknum fótbolta. Sumir leikmennirnir halda að þetta sé tískufótbolti. Við vorum flókið lið og létum þá líða vel,” sagði Mourinho.

„Að vinna gegn City var ekki bikar fyrir mig, fyrir mig voru það góð þrjú stig til þess að reyna klára tímabilið í öðru sætinu, að minnsta kosti í topp fjórum. Við sönnuðum það í dag að þau voru mikilvæg í staðinn fyrir þau þrjú sem við töpuðum í dag.”

„City var besta liðið og fyrr en seinna myndu þeir ná í þessi stig sem vantaði, svo það er engin dramatík er besta liðið vinnur deildina,” og Portúgalinn var langt frá því að vera hættur:

„Ég hef unnið titla. Ég væri ekki ánægður ef einhver segði að maður hefði unnið bikar útaf einhver tapaði. City vann titilinn því þeir náðu í fleiri stig en allir aðrir.”Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.