Erlent

Djukanovic lýsti yfir sigri í Svartfjallalandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Djukanovic fagnaði með stuðningsmönnum þegar úrslit kosninganna voru ljós.
Djukanovic fagnaði með stuðningsmönnum þegar úrslit kosninganna voru ljós. Vísir/AFP

Milo Djukanovic, fyrrverandi forseti og forsætisráðherra Svartfjallalands, hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum þar í landi sem fóru fram í dag. Samkvæmt frétt Sky-fréttastofunnar er búist við því að hann hljóti 53,8 prósent atkvæða.

Djukanovic, sem er formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svartfjallalandi, hefur verið leiðandi afl í svartfellskum stjórnmálum um nokkuð skeið. Hann gegndi embætti forsætisráðherra landsins frá 1991-1998, embætti forseta frá 1998-2002, og svo settist hann aftur í forsætisráðherrastólinn árin 2003-2006, 2008-2010 og svo frá 2012-2016.

Mladen Bojanic, helsti andstæðingur Djukanovic í nýafstöðnum kosningum, hefur játað sig sigraðan með rétt rúm 34 prósent atkvæða.

Djukanovic er hlynntur inngöngu Svartfjallalands í Evrópusambandið og þá gekk landið í NATO undir forystu hans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.