Trump í mótsögn við sjálfan sig um brottrekstur FBI-forstjórans Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2018 19:15 Trump sagði í viðtali í fyrra að hann hafi ætlað að reka Comey óháð ráðleggingum dómsmálaráðuneytisins. Vísir/AFP Nú tæpu ári eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því hvernig hann rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, vegna Rússarannsóknarinnar hefur Trump vent kvæði sínu í kross. Trump tísti í dag um að hann hefði ekki rekið Comey vegna rannsóknarinnar. Þegar Comey var rekinn í maí í fyrra byggðist ákvörðun Trump formlega á minnisblaði sem Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, skrifaði. Í því var vísað til mistaka sem Comey hafi gert við meðhöndlun á rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton frá þeim tíma þegar hún var utanríkisráðherra. Ekki leið hins vegar á löngu þangað til Trump kastaði því yfirskini fyrir róða og lýsti því fyrir fréttamanni NBC-sjónvarpsstöðvarinnar að það hafi í raun og veru verið rannsókn FBI á meintu samráði forsetaframboðs hans við rússnesk stjórnvöld sem hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að reka Comey. „Reyndar þegar ég ákvað að gera það bara þá sagði ég við sjálfan mig, ég sagði: „Þú veist, þetta Rússlandsmál með Trump og Rússland er skálduð saga. Þetta er afsökun demókrata fyrir því að hafa tapað kosningum sem þeir hefðu átt að vinna,“ sagði Trump í viðtalinu við NBC. Það var var brottrekstur Comey sem varð til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins og falið að halda Rússarannsókninni áfram.Hefur kallað Comey „óþokka“ og „útsmoginn“ Comey hefur verið mikið í fréttum síðustu daga en æviminningar hans komu út á bók í gær. Í henni gagnrýnir Comey Trump harðlega og segir hann ekki siðferðislega hæfan til að gegna embætti. Trump hefur farið mikinn gegn Comey á Twitter og kallað hann „óþokka“ og „lygara“ og „útsmoginn“. Áfram hélt Trump í dag en í mótsögn við það sem hann hafði áður sagt um ástæður þess að hann rak Comey. „Útsmogni James Comey, versti FBI-forstjóri sögunnar, var ekki rekinn út af gervi-Rússrannsókninni þar sem, vel á minnst, það var ekkert SAMRÁÐ (nema hjá demókrötum)!“ tísti Trump.Slippery James Comey, the worst FBI Director in history, was not fired because of the phony Russia investigation where, by the way, there was NO COLLUSION (except by the Dems)!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2018 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur gefið misvísandi lýsingar á atburðunum sem leiddu til þess að hann rak Comey. Á meðal þess sem kom fram í vitnisburði Comey fyrir þingnefnd í fyrra var að Trump hefði beðið hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans, falla niður. Flynn hafði verið rekinn strax í febrúar í fyrra eftir að í ljós kom að hann hefði ekki greint satt og rétt frá samskiptum sínum við rússneskan sendiherra. Trump hafði sagt að Flynn hefði logið að Mike Pence, varaforseta, og því hefði hann þurft að fara. Í tísti í desember sagði Trump hins vegar að Flynn hefði bæði logið að Pence og alríkislögreglunni FBI og því hafi hann verið rekinn. Flynn hafði þá verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni. Hafi Trump vitað af því að Flynn hafi gerst sekur um lögbrot með því að ljúga að FBI á þeim tíma þegar hann rak Comey þótti það vísbending um að ákvörðun hans um að reka Comey hafi verið tilraun til að hindra framgang réttvísinnar.Hér fyrir neðan má sjá viðtal NBC við Trump frá því í fyrra þar sem hann vísar til Rússarannsóknarinnar sem ástæðu fyrir brottrekstri Comey. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53 Comey talaði í fyrirsögnum James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs. 16. apríl 2018 06:49 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Nú tæpu ári eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því hvernig hann rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, vegna Rússarannsóknarinnar hefur Trump vent kvæði sínu í kross. Trump tísti í dag um að hann hefði ekki rekið Comey vegna rannsóknarinnar. Þegar Comey var rekinn í maí í fyrra byggðist ákvörðun Trump formlega á minnisblaði sem Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, skrifaði. Í því var vísað til mistaka sem Comey hafi gert við meðhöndlun á rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton frá þeim tíma þegar hún var utanríkisráðherra. Ekki leið hins vegar á löngu þangað til Trump kastaði því yfirskini fyrir róða og lýsti því fyrir fréttamanni NBC-sjónvarpsstöðvarinnar að það hafi í raun og veru verið rannsókn FBI á meintu samráði forsetaframboðs hans við rússnesk stjórnvöld sem hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að reka Comey. „Reyndar þegar ég ákvað að gera það bara þá sagði ég við sjálfan mig, ég sagði: „Þú veist, þetta Rússlandsmál með Trump og Rússland er skálduð saga. Þetta er afsökun demókrata fyrir því að hafa tapað kosningum sem þeir hefðu átt að vinna,“ sagði Trump í viðtalinu við NBC. Það var var brottrekstur Comey sem varð til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins og falið að halda Rússarannsókninni áfram.Hefur kallað Comey „óþokka“ og „útsmoginn“ Comey hefur verið mikið í fréttum síðustu daga en æviminningar hans komu út á bók í gær. Í henni gagnrýnir Comey Trump harðlega og segir hann ekki siðferðislega hæfan til að gegna embætti. Trump hefur farið mikinn gegn Comey á Twitter og kallað hann „óþokka“ og „lygara“ og „útsmoginn“. Áfram hélt Trump í dag en í mótsögn við það sem hann hafði áður sagt um ástæður þess að hann rak Comey. „Útsmogni James Comey, versti FBI-forstjóri sögunnar, var ekki rekinn út af gervi-Rússrannsókninni þar sem, vel á minnst, það var ekkert SAMRÁÐ (nema hjá demókrötum)!“ tísti Trump.Slippery James Comey, the worst FBI Director in history, was not fired because of the phony Russia investigation where, by the way, there was NO COLLUSION (except by the Dems)!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2018 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur gefið misvísandi lýsingar á atburðunum sem leiddu til þess að hann rak Comey. Á meðal þess sem kom fram í vitnisburði Comey fyrir þingnefnd í fyrra var að Trump hefði beðið hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans, falla niður. Flynn hafði verið rekinn strax í febrúar í fyrra eftir að í ljós kom að hann hefði ekki greint satt og rétt frá samskiptum sínum við rússneskan sendiherra. Trump hafði sagt að Flynn hefði logið að Mike Pence, varaforseta, og því hefði hann þurft að fara. Í tísti í desember sagði Trump hins vegar að Flynn hefði bæði logið að Pence og alríkislögreglunni FBI og því hafi hann verið rekinn. Flynn hafði þá verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni. Hafi Trump vitað af því að Flynn hafi gerst sekur um lögbrot með því að ljúga að FBI á þeim tíma þegar hann rak Comey þótti það vísbending um að ákvörðun hans um að reka Comey hafi verið tilraun til að hindra framgang réttvísinnar.Hér fyrir neðan má sjá viðtal NBC við Trump frá því í fyrra þar sem hann vísar til Rússarannsóknarinnar sem ástæðu fyrir brottrekstri Comey.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53 Comey talaði í fyrirsögnum James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs. 16. apríl 2018 06:49 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30
Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35
Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53
Comey talaði í fyrirsögnum James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs. 16. apríl 2018 06:49
Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45