Bandaríkjastjórn ætlar að setja rússneska ólígarka í straff Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2018 14:39 Alexei Miller, forstjóri orkurisans Gazprom, (t.v.) er á lista Bandaríkjastjórnar yfir rússneska ólígarka. Hann gæti orðið einn af þeim sem fá að kenna á refsiaðgerðunum. Vísir/AFP Búist er við því að Bandaríkjastjórn tilkynni um refsiaðgerðir gegn rússneskum auðjöfrum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum árið 2016 í þessari viku. Refsiaðgerðirnar eiga að verða þær hörðustu gegn ólígörkunum svonefndu fram að þessu.Reuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar komi til með að hafa áhrif á suma nána bandamenn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Refsiaðgerðirnar hvíla á grunni laga sem bandarískir þingmenn samþykktu nær einróma sem áttu að refsa Rússum fyrir afskipti af kosningunum, innlimun Krímskaga árið 2014 og aðild þeirra að borgarastríðinu í Sýrlandi. Áður hafði Bandaríkjastjórn gripið til refsiaðgerða gegn nítján einstaklingum og fimm stofnunum í mars vegna tölvuárása Rússa undanfarin tvö ár. Þær aðgerðir voru gagnrýndar fyrir að ná ekki til ólígarkanna og embættismanna í rússnesku ríkisstjórninni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ragur við að gagnrýna Pútín eða Rússa opinberlega, jafnvel þó að ríkisstjórn hans hafi gripið til aðgerða sem þessara. Hann hefur talað um mikilvægi þess að bæta samskiptin við Rússa.Saksóknarar hafa yfirheyrt ólígarka í tengslum við Rússarannsóknina Sakamálarannsókn stendur nú yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld árið 2016. Rússar hafa neitað því að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar og Trump hefur margendurtekið kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu hefur undanfarið stöðvað að minnsta kosti tvo rússneska auðjöfra sem hafa komið til Bandaríkjanna og yfirheyrt þá. Á meðal þess sem Mueller er sagður kanna er hvort að fé hafi verið veitt í gegnum ólígarkana eða bandaríska milliliði til framboðs Trump. Bandarísk stjórnmálaframboð mega ekki taka við styrkjum frá erlendum aðilum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18 Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07 Enn rífst Trump og skammast á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 18. mars 2018 21:30 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Búist er við því að Bandaríkjastjórn tilkynni um refsiaðgerðir gegn rússneskum auðjöfrum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum árið 2016 í þessari viku. Refsiaðgerðirnar eiga að verða þær hörðustu gegn ólígörkunum svonefndu fram að þessu.Reuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar komi til með að hafa áhrif á suma nána bandamenn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Refsiaðgerðirnar hvíla á grunni laga sem bandarískir þingmenn samþykktu nær einróma sem áttu að refsa Rússum fyrir afskipti af kosningunum, innlimun Krímskaga árið 2014 og aðild þeirra að borgarastríðinu í Sýrlandi. Áður hafði Bandaríkjastjórn gripið til refsiaðgerða gegn nítján einstaklingum og fimm stofnunum í mars vegna tölvuárása Rússa undanfarin tvö ár. Þær aðgerðir voru gagnrýndar fyrir að ná ekki til ólígarkanna og embættismanna í rússnesku ríkisstjórninni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ragur við að gagnrýna Pútín eða Rússa opinberlega, jafnvel þó að ríkisstjórn hans hafi gripið til aðgerða sem þessara. Hann hefur talað um mikilvægi þess að bæta samskiptin við Rússa.Saksóknarar hafa yfirheyrt ólígarka í tengslum við Rússarannsóknina Sakamálarannsókn stendur nú yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld árið 2016. Rússar hafa neitað því að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar og Trump hefur margendurtekið kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu hefur undanfarið stöðvað að minnsta kosti tvo rússneska auðjöfra sem hafa komið til Bandaríkjanna og yfirheyrt þá. Á meðal þess sem Mueller er sagður kanna er hvort að fé hafi verið veitt í gegnum ólígarkana eða bandaríska milliliði til framboðs Trump. Bandarísk stjórnmálaframboð mega ekki taka við styrkjum frá erlendum aðilum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18 Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07 Enn rífst Trump og skammast á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 18. mars 2018 21:30 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18
Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07
Enn rífst Trump og skammast á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 18. mars 2018 21:30
Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent