Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2018 15:18 Trump er sagt létt að vita að hann sé ekki grunaður. Það er hins vegar hafa styrkt þá skoðun hans að hann ætti að setjast niður með Mueller. Vísir/AFP Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hafa sagt lögmönnum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að hann sé ekki grunaður um glæp eins og sakir standa þó að rannsóknin beinist að honum. Lögspekingar vara hins vegar við því að sú staða geti breyst skyndilega.Washington Post hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum sínum að þetta hafi komið fram í viðræðum saksóknaranna og lögmanna Trump um mögulegt viðtal við forsetann í byrjun mars. Blaðið segir að Trump sé enn viðfangsefni rannsóknarinnar. Það þýði að verið sé að rannsaka gjörðir hans en ekki séu nægileg sönnunargögn til að ákæra. Þá eru saksóknararnir sagðir vinna að skýrslu um embættisfærslur Trump sem forseta og hvort hann hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Einnig er talið líklegt að þeir skrifi aðra skýrslu um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem Trump vann árið 2016. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa.Framburður gæti breytt lagalegri stöðu forsetans Lögmenn Trump hafa ekki verið á einu máli um hvort að Trump eigi að fallast á viðtal við Mueller. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því að Trump geti komið sér í bobba enda er hann þekktur fyrir að fara frjálslega með staðreyndir. Mueller hefur þegar ákært þrjá fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump og hollenskan lögmann fyrir að ljúga að rannsakendum. Ágreiningur er nú sagður á milli lögmannanna um hvernig eigi að túlka stöðu forsetans. Sumir þeirra telja hana sýna að Trump stafi lítil hætta af rannsókninni. Aðrir óttast að staðan geti breyst hratt, ekki síst ef Trump ræðir við saksóknarana. Mueller gæti jafnvel verið að reyna að narra Trump í viðtal. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við ítreka einnig að það að Trump sé ekki grunaður um glæp eins og er þá þýði það ekki að forsetinn sé laus allra mála. Samkvæmt viðmiðum dómsmálaráðuneytisins þýði það að maður sé viðfangsefni rannsóknar fyrir ákærudómstól að verulegar vísbendingar bendli hann við glæp. Þá gæti framburður hans gert hann að grunuðum manni. Vangaveltur hafa verið um að Mueller gæti litið svo á að honum sé ekki heimilt að ákæra sitjandi forseta. Hann gæti því gripið til þess ráðs að gefa út skýrslu um niðurstöður sínar og fela þinginu að taka afstöðu til þeirra. Bandaríkjaþing getur ákært forseta en repúblikanar eru nú með meirihluta í báðum deildum þess. Kosið verður til fulltrúadeildarinnar og hluta sæta í öldungadeildinni í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögfræðingur Trump sagður hafa viðrað hugmyndir um náðun lykilmanna í miðri rannsókn Einn af lögfræðingum Donald Trump ræddi möguleikann á því að fyrrverandi ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna yrðu náðaðir á sama tíma og Robert Mueller, sérstakur saksóknari, var með þá til rannsóknar. 28. mars 2018 22:22 Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45 Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hafa sagt lögmönnum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að hann sé ekki grunaður um glæp eins og sakir standa þó að rannsóknin beinist að honum. Lögspekingar vara hins vegar við því að sú staða geti breyst skyndilega.Washington Post hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum sínum að þetta hafi komið fram í viðræðum saksóknaranna og lögmanna Trump um mögulegt viðtal við forsetann í byrjun mars. Blaðið segir að Trump sé enn viðfangsefni rannsóknarinnar. Það þýði að verið sé að rannsaka gjörðir hans en ekki séu nægileg sönnunargögn til að ákæra. Þá eru saksóknararnir sagðir vinna að skýrslu um embættisfærslur Trump sem forseta og hvort hann hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Einnig er talið líklegt að þeir skrifi aðra skýrslu um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem Trump vann árið 2016. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa.Framburður gæti breytt lagalegri stöðu forsetans Lögmenn Trump hafa ekki verið á einu máli um hvort að Trump eigi að fallast á viðtal við Mueller. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því að Trump geti komið sér í bobba enda er hann þekktur fyrir að fara frjálslega með staðreyndir. Mueller hefur þegar ákært þrjá fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump og hollenskan lögmann fyrir að ljúga að rannsakendum. Ágreiningur er nú sagður á milli lögmannanna um hvernig eigi að túlka stöðu forsetans. Sumir þeirra telja hana sýna að Trump stafi lítil hætta af rannsókninni. Aðrir óttast að staðan geti breyst hratt, ekki síst ef Trump ræðir við saksóknarana. Mueller gæti jafnvel verið að reyna að narra Trump í viðtal. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við ítreka einnig að það að Trump sé ekki grunaður um glæp eins og er þá þýði það ekki að forsetinn sé laus allra mála. Samkvæmt viðmiðum dómsmálaráðuneytisins þýði það að maður sé viðfangsefni rannsóknar fyrir ákærudómstól að verulegar vísbendingar bendli hann við glæp. Þá gæti framburður hans gert hann að grunuðum manni. Vangaveltur hafa verið um að Mueller gæti litið svo á að honum sé ekki heimilt að ákæra sitjandi forseta. Hann gæti því gripið til þess ráðs að gefa út skýrslu um niðurstöður sínar og fela þinginu að taka afstöðu til þeirra. Bandaríkjaþing getur ákært forseta en repúblikanar eru nú með meirihluta í báðum deildum þess. Kosið verður til fulltrúadeildarinnar og hluta sæta í öldungadeildinni í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögfræðingur Trump sagður hafa viðrað hugmyndir um náðun lykilmanna í miðri rannsókn Einn af lögfræðingum Donald Trump ræddi möguleikann á því að fyrrverandi ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna yrðu náðaðir á sama tíma og Robert Mueller, sérstakur saksóknari, var með þá til rannsóknar. 28. mars 2018 22:22 Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45 Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Lögfræðingur Trump sagður hafa viðrað hugmyndir um náðun lykilmanna í miðri rannsókn Einn af lögfræðingum Donald Trump ræddi möguleikann á því að fyrrverandi ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna yrðu náðaðir á sama tíma og Robert Mueller, sérstakur saksóknari, var með þá til rannsóknar. 28. mars 2018 22:22
Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45
Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07
Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10