Upphitun: City verður meistari með sigri 7. apríl 2018 06:00 Manchester City fagnar Englandsmeistaratitlinum í dag sigri liðið granna sína og erkifjendur í Manchester United. Slagur Manchesterliðanna er síðasti leikur dagsins en alls eru átta leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ef City vinnur þennan leik þá fer liðið í 87 stig, 19 stigum á undan United í öðru sætinu þegar aðeins sex leikir verða eftir í deildinni. Það er þó meira undir fyrir United heldur en bara að reyna að koma í veg fyrir að nágrannarnir fái að fagna titlinum; Liverpool getur komist upp fyrir United og í annað sætið með sigri í hádeginu. Þegar þessi lið mættust á Old Trafford í desember fór City með 1-2 sigur. Sá leikur er leikur sem leikmenn United vilja helst gleyma. Með sigrinum setti City met í úrvalsdeildinni og varð fyrsta liðið til að vinna 14 leiki í röð. Þá hafði United farið 24 leiki í röð án taps á heimavelli sínum áður en Pep Guardiola og hans menn eyðilögðu það. Fimmtíu kílómetrum vestar fer fram annar borgarslagur, sem hefur kannski ekki eins mikið vægi í tengslum við deildina sjálfa en skiptir borgarbúa gríðarlegu máli. Slagurinn um Bítlaborgina Liverpool. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta Bítlaborgarslag á Anfield í desember þar sem liðin skildu jöfn eftir mark Wayne Rooney úr umdeildri vítaspyrnu. Íslenski landsliðsmaðurinn verður hins vegar á meðal áhorfenda á Goodison Park í dag en hann er enn að ná sér af meiðslum. Liverpool getur, eins og áður segir, farið upp fyrir Manchester United í annað sæti deildarinnar með sigri. Tæknilega séð er Everton ekki öruggt með sæti sitt í úrvalsdeildinni, tölfræðilega vantar eitt stig upp á það. Hins vegar skipta úrslit þessa leiks bláklædda Liverpoolbúa litlu máli upp á stöðutöfluna, liðið er í 9. sæti með 40 stig, þrjú stig í næsta lið í báðar áttir. Eftir ellefu leiki án sigurs hefur Burnley nú unnið síðustu þrjá leiki sína í úrvalsdeildinni. Þar af eru síðustu tveir leikir útileikir, en þeir sækja Watford heim í dag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar sitja sáttir í sjöunda sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Arsenal. Andstæðingar þeirra í dag, Watford, eru í 11. sætinu og ættu að vera búnir að gera nóg til að forðast fall, þrátt fyrir að pakkinn sé enn þéttur í neðri hluta deildarinnar. Tottenham getur farið langt með að tryggja sér fjórða sætið mikilvæga sigri Lundúnarbúar Stoke í dag. Átta stigum munar á Tottenham og Chelsea í fimmta sætinu fyrir leiki dagsins. Markaskorarinn Harry Kane meiddist fyrir fjórum vikum síðan í leik við Bournemouth og var búist við því versta. Hann var hins vegar mættur til leiks á páskadag og kom inn á í 3-1 sigrinum á Chelsea. Það er ekki búist við Kane í byrjunarliðinu í dag en hann mun líklega koma við sögu í leiknum. Þrír leikir til viðbótar fara fram nú síðdegis. West Bromwich Albion verður að sækja sigur gegn Swansea á heimavelli ætli liðið að halda í einhverja von um að halda sér í deildinni. Tíu stig eru í 17. sætið þar sem Crystal Palace situr. Palace mætir Bournemouth á sama tíma og aðeins sjö stigum munar á liðunum, bæði í stigafjölda og sætisskipan. Nýliðaslagur Brighton og Huddersfield ásamt leik Leicester og Newcastle eru þeir leikir sem óupptaldir voru. Línur geta farið að skýrast í neðri hlutanum eftir daginn, en öll þessi lið eru þar að berjast um sæti í deildinni á næsta tímabili.Leikir dagsins: 11:30 Everton - Liverpool, bein útsending á Stöð 2 Sport 14:00 Bournemouth - Crystal Palace 14:00 Brighton - Huddersfield 14:00 Leicester - Newcastle 14:00 Stoke - Tottenham, bein útsending á Stöð 2 Sport 14:00 Watford - Burnley 14:00 WBA - Swansea 16:30 Manchester City - Manchester United, bein útsending á Stöð 2 Sport Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Manchester City fagnar Englandsmeistaratitlinum í dag sigri liðið granna sína og erkifjendur í Manchester United. Slagur Manchesterliðanna er síðasti leikur dagsins en alls eru átta leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ef City vinnur þennan leik þá fer liðið í 87 stig, 19 stigum á undan United í öðru sætinu þegar aðeins sex leikir verða eftir í deildinni. Það er þó meira undir fyrir United heldur en bara að reyna að koma í veg fyrir að nágrannarnir fái að fagna titlinum; Liverpool getur komist upp fyrir United og í annað sætið með sigri í hádeginu. Þegar þessi lið mættust á Old Trafford í desember fór City með 1-2 sigur. Sá leikur er leikur sem leikmenn United vilja helst gleyma. Með sigrinum setti City met í úrvalsdeildinni og varð fyrsta liðið til að vinna 14 leiki í röð. Þá hafði United farið 24 leiki í röð án taps á heimavelli sínum áður en Pep Guardiola og hans menn eyðilögðu það. Fimmtíu kílómetrum vestar fer fram annar borgarslagur, sem hefur kannski ekki eins mikið vægi í tengslum við deildina sjálfa en skiptir borgarbúa gríðarlegu máli. Slagurinn um Bítlaborgina Liverpool. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta Bítlaborgarslag á Anfield í desember þar sem liðin skildu jöfn eftir mark Wayne Rooney úr umdeildri vítaspyrnu. Íslenski landsliðsmaðurinn verður hins vegar á meðal áhorfenda á Goodison Park í dag en hann er enn að ná sér af meiðslum. Liverpool getur, eins og áður segir, farið upp fyrir Manchester United í annað sæti deildarinnar með sigri. Tæknilega séð er Everton ekki öruggt með sæti sitt í úrvalsdeildinni, tölfræðilega vantar eitt stig upp á það. Hins vegar skipta úrslit þessa leiks bláklædda Liverpoolbúa litlu máli upp á stöðutöfluna, liðið er í 9. sæti með 40 stig, þrjú stig í næsta lið í báðar áttir. Eftir ellefu leiki án sigurs hefur Burnley nú unnið síðustu þrjá leiki sína í úrvalsdeildinni. Þar af eru síðustu tveir leikir útileikir, en þeir sækja Watford heim í dag. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar sitja sáttir í sjöunda sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Arsenal. Andstæðingar þeirra í dag, Watford, eru í 11. sætinu og ættu að vera búnir að gera nóg til að forðast fall, þrátt fyrir að pakkinn sé enn þéttur í neðri hluta deildarinnar. Tottenham getur farið langt með að tryggja sér fjórða sætið mikilvæga sigri Lundúnarbúar Stoke í dag. Átta stigum munar á Tottenham og Chelsea í fimmta sætinu fyrir leiki dagsins. Markaskorarinn Harry Kane meiddist fyrir fjórum vikum síðan í leik við Bournemouth og var búist við því versta. Hann var hins vegar mættur til leiks á páskadag og kom inn á í 3-1 sigrinum á Chelsea. Það er ekki búist við Kane í byrjunarliðinu í dag en hann mun líklega koma við sögu í leiknum. Þrír leikir til viðbótar fara fram nú síðdegis. West Bromwich Albion verður að sækja sigur gegn Swansea á heimavelli ætli liðið að halda í einhverja von um að halda sér í deildinni. Tíu stig eru í 17. sætið þar sem Crystal Palace situr. Palace mætir Bournemouth á sama tíma og aðeins sjö stigum munar á liðunum, bæði í stigafjölda og sætisskipan. Nýliðaslagur Brighton og Huddersfield ásamt leik Leicester og Newcastle eru þeir leikir sem óupptaldir voru. Línur geta farið að skýrast í neðri hlutanum eftir daginn, en öll þessi lið eru þar að berjast um sæti í deildinni á næsta tímabili.Leikir dagsins: 11:30 Everton - Liverpool, bein útsending á Stöð 2 Sport 14:00 Bournemouth - Crystal Palace 14:00 Brighton - Huddersfield 14:00 Leicester - Newcastle 14:00 Stoke - Tottenham, bein útsending á Stöð 2 Sport 14:00 Watford - Burnley 14:00 WBA - Swansea 16:30 Manchester City - Manchester United, bein útsending á Stöð 2 Sport
Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti