Enski boltinn

Birkir í byrjunarliði í tapi Aston Villa

Dagur Lárusson skrifar
Birkir Bjarnason
Birkir Bjarnason vísir/getty
Birkir Bjarnason og félagar töpuðu 3-1 fyrir Norwich í ensku fyrstu deildinni á meðan Jón Daði Böðvarsson spilaði rúmlega 70 mínútur fyrir Reading í 1-0 sigri á Preston North End.

 

Liðsmenn Norwich mættu öflugir til leiks gegn Aston Villa og voru með yfirhöndina meira og minna allan leikinn. Þeir náðu hinsvegar ekki forystunni fyrr en á 45. mínútu en þá skoraði Josh Murphy og þannig var staðan í hálfleik.

 

Forysta Norwich tvöfaldaðist á 54. mínútu þegar Dennis Srbeny skoraði en Jack Grealish minnkaði muninn fyrir Aston Villa á 67. mínútu.

 

Hinn ungi og efnilegi leikmaður, James Maddison, innsiglaði hinsvegar sigur Norwich á 72. mínútu. Eftir leikinn er Norwich í 12. sæti með 55 stig á meðan Aston Villa er nú með 73 stig í 4. sæti og þarf mjög líklega að fara í gegnum umspilið til þess að komast í ensku úrvalsdeildina.

 

Jón Daði Böðvarson var að vanda í byrjunarliði Reading þegar liðið tók á móti Preston. Hann náði hinsvegar ekki að setja mark sitt á leikinn og spilaði aðeins 70. mínútur. Eina mark leiksins skoraði Modou Barrow snemma leiks en eftir leikinn er Reading í 19. sæti með 42 stig.

 

Úrslit dagsins:

 

Barnsley 3-2 Sheffield United

Norwich 3-1 Aston Villa

Birmingham 1-1 Burton Albion

Brentford 1-0 Ipswich Town

Derby County 3-0 Bolton

Hull City 4-0 QPR

Leeds United 1-1 Sunderland

Middlesbrough 2-0 Nottingham Forest

Millwall 2-0 Bristol City

Reading 1-0 Preston

Sheffield Wednesday 0-1 Fulham

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×