Enski boltinn

Neville: Pogba vill alltaf athygli

Dagur Lárusson skrifar
Paul Pogba.
Paul Pogba. vísir/getty


Gary Nevillie, fyrrum leikmaður Manchester United og nú álitsgjafi hjá Sky, var ekki sáttur með Paul Pogba í vikunni.

 

Ósætti Neville kom frá því  t.d. að Paul Pogba lét lita á sér hárið blátt nú á dögunum en eins og flestir vita þá er blár litur Manchester City.

 

„Ég verð að vera hreinskilinn við ykkur. Mér líkar mjög vel við Pogba en hann pirrar mig stundum,“ sagði Neville.

 

„Það er mín skoðun að þegar þér gengur illa og þegar hlutirnir eru ekki að fara vel hjá þér þá læturu lítið fyrir þér fara og leggur hart að þér.“

 

„Frá því þú ert lítill þá eru allir sem segja þetta við, foreldrar þínir og þjálfarar.“

 

„Pogba er ekki svona, hann vill alltaf fá athyglina og það er hans helsta vandamál. Hann hefur verk að vinna og það er að vinna stuðningsmennina á sitt band en ég tel hann ekki vera fara réttu leiðina að því.“

 

Það má segja að Paul Pogba hafi svarað gagnrýni Neville vel í dag þegar hann skoraði tvö mörk í ótrúlegum sigri United á City.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×