Enski boltinn

Kane: Ég á þetta mark

Dagur Lárusson skrifar
Harry Kane.
Harry Kane. vísir/getty
Harry Kane, leikmaður Tottenham, virðist vera staðráðinn í því að fá seinna mark Tottenham gegn Stoke í dag skráð á sig en mikill vafi liggur á því hvort að hann eða Christian Eriksen eigi markið.

 

Í stöðunni 1-1 fékk Tottenham aukaspyrnu fyrir utan teig sem Eriksen tók og endaði boltinn í netinu. Við fyrstu sýn virtist Kane skalla boltann en síðan þá hefur mikið verið deilt um atvikið. Kane er þó fastur á því að hann hafi snert boltann með öxlinni.

 

„Þetta er mitt mark, ég er alveg klár á því. Boltinn fór af öxlinni minni og í netið, ég lofa að ég snerti boltann.“

 

„Mér er alveg sama hvað fólk segir, boltinn fór af mér og í netið og þess vegna er þetta mitt mark.“

 

Christian Eriksen virtist vera sammála í Kane í lok leiks.

 

„Ég veit það í rauninni ekki. Hann fagnaði eins og hann hafði snert boltann og þess vegna býst ég við því að hann hafi snert boltann og ég tek þá bara stoðsendinguna og mér er sama um það.“

 

Harry Kane er í mikilli baráttu við Mohamed Salah um gullskóinn en Salah er þó kominn þónokkrum mörkum á undan honum. Það skildi þó enginn afskrifa Harry Kane enda hefur hann unnið gullskóinn tvö ár í röð og skoraði m.a. sjö mörk í síðustu tveimur leikjum Tottenham á síðasta tímabili.

 


Tengdar fréttir

Tvenna Eriksen tryggði Tottenham sigurinn

Harry Kane var mættur aftur í byrjunarlið Tottenham þegar liðið sótti Stoke heim í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann fagnaði endurkomunni með sigurmarki Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×