Enski boltinn

Neitar því að hafa hrækt viljandi á merki Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ander Herrera fagnar sigri í leikslok.
Ander Herrera fagnar sigri í leikslok. Vísir/Getty
Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, segist saklaus af ásökunum um að hafa vanvirt merki Manchester City í göngunum á Etihad-leikvanginum á laugardaginn.

Sjónvarpsmyndirnar sýndu þegar Ander Herrera hrækti á jörðina á leið sinni til búningsklefa í hálfleik en hrákan lenti á félagsmerki Manchester City.

Manchester United liðið var þá 2-0 undir en snéri leiknum við í seinni hálfleik og vann 3-2 sigur. Með þessum sigri kom United liðið í veg fyrir að nágrannar þeirra í City tryggðu sér enska titilinn þetta laugardagskvöld.





BBC ræddi við talsmann Manchester United um málið og sá hafði fengið útskýringu frá spænska miðjumanninum.

„Ander hefur séð myndir af þessu atviki og er mjög sár yfir því að einhverjir séu að halda því fram að hann hafi gert þetta viljandi,“ sagði talsmaður Manchester United.

„Þetta var slys og það var alls enginn ásetningur í þessu hjá honum,“ sagði talsmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×