Enski boltinn

Karius: Þetta var erfitt

Loris Karius
Loris Karius vísir/getty
Loris Karius, markvörður Liverpool, segir að samkeppni sín við Simon Mignolet hefur ekki verið auðveld síðan hann kom til félagsins.

 

Þessi þýski markvörður kom til Liverpool í maí 2016 en hann meiddist í byrjun síðasta tímabils og missti því byrjunarliðssæti sitt í fyrstu leikjunum. Þegar Karius var orðinn góður komst hann aftur í byrjunarliðið en stóð sig ekki nægilega vel og missti því sæti sitt aftur út tímabilið.

 

,,Þetta var alls ekki auðvelt,” sagði Karius

 

,,Ég vissi á síðasta tímabili þegar ég komst aftur í liðið og spilaði nokkra leiki en datt síðan út að það væri alltaf möguleiki á því að hann myndi byrja þetta tímabil í markinu í deildinni.”

 

,,Ég bara lagði hart að mér á æfingum og í þeim leikjum sem ég fékk því það er það eina sem maður getur gert í þessari stöðu, líta á sjálfan sig.”

 

,,Það er alls ekki létt fyrir markmenn að vera inn og út úr liðinu en það er bara stundum staðan og þá verður maður bara að sætta sig við hana”.

 

Karius er ánægður með spilamennsku sína á tímabilinu.

 

,,Það er erfitt að meta sjálfan sig, en mér líður vel og ég held að ég sé búinn að standa mig frekar vel og ég vil halda því áfram og standa mig ennþá betur.”

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×