Utanríkisráðherra Bretlands líkir HM í Rússlandi við Ólympíuleika Hitlers Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2018 18:37 Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, kom fyrir utanríkismálanefnd breska þingsins í dag. vísir/getty Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. Þá benti hann á að bresk yfirvöld myndu þurfa að ráðleggja enskum knattspyrnuaðdáendum að ferðast ekki til Rússlands öryggis þeirra vegna. Samskipti breskra og rússneskra yfirvalda eru nú afar stirð vegna árásarinnar á Sergei Skripal en hann er fyrrverandi njósnari Rússa. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans í breska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins en taugaeitrið sem þeim var byrlað hefur verið rakið til rússneskra yfirvalda. Rússar hafna því algjörlega að hafa eitthvað með eitrunina að gera á meðan Bretar eru sannfærðir um að svo sé. Hugsar til þess með hryllingi hvernig Pútín mun nota HM Bretar hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins og Rússar hafa gripið til sama ráðs og vísað breskum diplómötum úr landi. Þar á meðal er diplómatinn sem átti að sjá um samskipti við Breta sem ferðast munu til Rússlands vegna HM. Johnson kom fyrir utanríkismálanefnd breska þingsins í dag. Þar sagði þingmaður Verkamannaflokksins, Ian Austin, að þrátt fyrir að hann elskaði fótbolta og enska landsliðið þá hugsaði hann til þess með hryllingi hvernig Pútín muni nota HM. „Hugmyndin um að Pútín muni afhenda bikarinn til fyrirliða liðsins sem verður heimsmeistari; hugmyndin um að hann muni nota þetta tækifæri til að breiða yfir hræðilega og spillta stjórnarhætti sem hann ber ábyrgð á, mig hryllir við því,“ sagði Austin.Notaði Ólympíuleikana til að breiða út boðskap nasismans Johnson heyrðist taka undir með Austin á meðan hann hafði orðið og sagði að hann hefði rétt fyrir sér. Utanríkisráðherrann sagði síðan að hann teldi að samanburðurinn við Ólympíuleikana í Berlín 1986 réttan og að Pútín myndi nota HM á sama hátt og Hitler notaði leikana. Hitler hafði verið við völd í Þýskalandi í þrjú ár þegar leikarnir fóru fram. Hann notaði þá til að breiða út boðskap nasismans og þrátt fyrir að ýmsir hafi hótað að sniðganga leikana þá fóru þeir fram. Tengdar fréttir Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. Þá benti hann á að bresk yfirvöld myndu þurfa að ráðleggja enskum knattspyrnuaðdáendum að ferðast ekki til Rússlands öryggis þeirra vegna. Samskipti breskra og rússneskra yfirvalda eru nú afar stirð vegna árásarinnar á Sergei Skripal en hann er fyrrverandi njósnari Rússa. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans í breska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins en taugaeitrið sem þeim var byrlað hefur verið rakið til rússneskra yfirvalda. Rússar hafna því algjörlega að hafa eitthvað með eitrunina að gera á meðan Bretar eru sannfærðir um að svo sé. Hugsar til þess með hryllingi hvernig Pútín mun nota HM Bretar hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins og Rússar hafa gripið til sama ráðs og vísað breskum diplómötum úr landi. Þar á meðal er diplómatinn sem átti að sjá um samskipti við Breta sem ferðast munu til Rússlands vegna HM. Johnson kom fyrir utanríkismálanefnd breska þingsins í dag. Þar sagði þingmaður Verkamannaflokksins, Ian Austin, að þrátt fyrir að hann elskaði fótbolta og enska landsliðið þá hugsaði hann til þess með hryllingi hvernig Pútín muni nota HM. „Hugmyndin um að Pútín muni afhenda bikarinn til fyrirliða liðsins sem verður heimsmeistari; hugmyndin um að hann muni nota þetta tækifæri til að breiða yfir hræðilega og spillta stjórnarhætti sem hann ber ábyrgð á, mig hryllir við því,“ sagði Austin.Notaði Ólympíuleikana til að breiða út boðskap nasismans Johnson heyrðist taka undir með Austin á meðan hann hafði orðið og sagði að hann hefði rétt fyrir sér. Utanríkisráðherrann sagði síðan að hann teldi að samanburðurinn við Ólympíuleikana í Berlín 1986 réttan og að Pútín myndi nota HM á sama hátt og Hitler notaði leikana. Hitler hafði verið við völd í Þýskalandi í þrjú ár þegar leikarnir fóru fram. Hann notaði þá til að breiða út boðskap nasismans og þrátt fyrir að ýmsir hafi hótað að sniðganga leikana þá fóru þeir fram.
Tengdar fréttir Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30
Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50
Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46