Lögreglumaður sem veiktist í taugareitursárás útskrifaður Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2018 18:56 Bailey veiktist alvarlega í taugaeitursárásinni í Salisbury 4. mars. Vísir/AFP Breskur lögreglumaður sem veiktist heiftarlega þegar hann komst í snertingu við taugaeitrið sem notað var í banatilræði gegn rússneskum fyrrverandi njósnara fyrir rúmum tveimur vikum hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Hann segir líf sitt aldrei verða samt aftur. Nick Bailey, aðstoðarvarðstjóri, varð fyrir eitrinu sem var notað á Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk. Skripal vann fyrir rússnesku leyniþjónustuna en var handtekinn fyrir gagnnjósnir fyrir Breta. Hann fékk að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Lögreglumaðurinn segir að aðstæðurnar sem hann lenti í hafi verið algerlega óraunverulegar og hann eigi engin orð til að lýsa því hvernig honum liði í yfirlýsingu í dag. Viðurkenndi Bailey að „venjulegt líf verður líklega aldrei eins fyrir mig“. Alls hafa 48 manns leitað sér læknisaðstoðar eftir taugaeitursárásina sem bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að baki. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, raki 23 rússneska leyniþjónustumenn úr landi vegna árásarinnar og hvatti fleiri ríki til að fara að fordæmi hennar í dag. Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin en í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Óljóst þykir hvort að þau muni nokkru sinni ná sér af árásinni. Breska ríkisrútvarpið BBC segir að ekki sé vitað að hversu miklu leyti eitrið hafi skert vitsmunalega getu þeirra. Tengdar fréttir Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45 Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Utanríkisráðherra Bretlands líkir HM í Rússlandi við Ólympíuleika Hitlers Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. 21. mars 2018 18:37 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Breskur lögreglumaður sem veiktist heiftarlega þegar hann komst í snertingu við taugaeitrið sem notað var í banatilræði gegn rússneskum fyrrverandi njósnara fyrir rúmum tveimur vikum hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Hann segir líf sitt aldrei verða samt aftur. Nick Bailey, aðstoðarvarðstjóri, varð fyrir eitrinu sem var notað á Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk. Skripal vann fyrir rússnesku leyniþjónustuna en var handtekinn fyrir gagnnjósnir fyrir Breta. Hann fékk að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Lögreglumaðurinn segir að aðstæðurnar sem hann lenti í hafi verið algerlega óraunverulegar og hann eigi engin orð til að lýsa því hvernig honum liði í yfirlýsingu í dag. Viðurkenndi Bailey að „venjulegt líf verður líklega aldrei eins fyrir mig“. Alls hafa 48 manns leitað sér læknisaðstoðar eftir taugaeitursárásina sem bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að baki. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, raki 23 rússneska leyniþjónustumenn úr landi vegna árásarinnar og hvatti fleiri ríki til að fara að fordæmi hennar í dag. Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin en í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Óljóst þykir hvort að þau muni nokkru sinni ná sér af árásinni. Breska ríkisrútvarpið BBC segir að ekki sé vitað að hversu miklu leyti eitrið hafi skert vitsmunalega getu þeirra.
Tengdar fréttir Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45 Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Utanríkisráðherra Bretlands líkir HM í Rússlandi við Ólympíuleika Hitlers Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. 21. mars 2018 18:37 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45
Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30
Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00
Utanríkisráðherra Bretlands líkir HM í Rússlandi við Ólympíuleika Hitlers Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. 21. mars 2018 18:37