Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2018 07:51 Uber stöðvaði tilraunir með sjálfkeyrandi bíla í Norður-Ameríku eftir banaslysið. Vísir/AFP Tilraunir akstursþjónustunnar Uber með sjálfkeyrandi bíla gengu ekki sem skyldi jafnvel áður en einn þeirra ók á gangandi konu í Arizona í Bandaríkjunum í síðustu viku með þeim afleiðingum að hún lést. Framleiðandi skynjara sem sjálfkeyrandi bílar reiða sig á neitar allri ábyrgð og segist gáttaður á slysinu. Konan var 49 ára gömul en hún varð fyrir sjálfkeyrandi Uber-bíl þegar hún gekk yfir götu í borginni Tempe á mánudagskvöld. Bíllinn var þá á sjálfstýringu en ökumaður sat við stýrið. Bandarísk yfirvöld rannsaka nú slysið og Uber hefur stöðvað tilraunir með bílana í Bandaríkjunum og Kanada.New York Times greinir frá því að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bílana hafi ekki staðið undir væntingum í marga mánuði fyrir slysið. Bílarnir hafi átt erfitt að aka í gegnum framkvæmdasvæði og nærri háum bifreiðum eins og stórum flutningabílum. Þá þurftu mannlegir öryggisökumenn sem sitja við stýrið að grípa inn í mun oftar hjá Uber en hjá öðrum fyrirtækjum sem þróa sjálfkeyrandi bíla. Þannig segir Waymo, sem upphaflega var verkefni Google um sjálfkeyrnandi bíla, að ökumenn þeirra grípi inn í á um 9.000 kílómetra fresti. Hjá Uber voru inngripin hins vegar á um tuttugu kílómetra fresti. Blaðið lýsir því einnig að starfsmenn verkefnisins hafi verið undir þrýstingi frá yfirmönnum um að ljúka þróun sjálfkeyrandi bíla fyrir lok ársins og að ganga í augun á yfirstjórnendum.Á að geta séð í myrkriBreska ríkisútvarpið BBC hefur eftir fulltrúum Velodyne, fyrirtækisins sem framleiddi radarskynjarana á Uber-bílnum sem ók á konuna, að þeir furði sig á slysinu. Tækjabúnaðurinn eigi að gera bílnum kleift að „sjá“ í myrkri. Þeir hafna því að tækjabúnaði þeirra hafi verið um að kenna. Marta Hall, forseti Velodyne, bendir þess í stað á bíltölvu Uber. Það sé upp á tölvukerfið komið að túlka gögnin sem skynjararnir senda því og taka ákvarðanir út frá þeim. „Við vitum ekki hvernig ákvörðunartökukerfi Uber virkar,“ segir hún við BBC. Lögregla er enn að rannsaka slysið og hefur ekki komist að niðurstöðu um hvort að bíllinn hafi orðið valdur að því. Á myndbandsupptökum sást að hvorki bíllinn né ökumaðurinn brugðust við áður en hann skall á konunni. Þá virtist ökumaðurinn ekki vera með hendur á stýrinu. Tækni Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira
Tilraunir akstursþjónustunnar Uber með sjálfkeyrandi bíla gengu ekki sem skyldi jafnvel áður en einn þeirra ók á gangandi konu í Arizona í Bandaríkjunum í síðustu viku með þeim afleiðingum að hún lést. Framleiðandi skynjara sem sjálfkeyrandi bílar reiða sig á neitar allri ábyrgð og segist gáttaður á slysinu. Konan var 49 ára gömul en hún varð fyrir sjálfkeyrandi Uber-bíl þegar hún gekk yfir götu í borginni Tempe á mánudagskvöld. Bíllinn var þá á sjálfstýringu en ökumaður sat við stýrið. Bandarísk yfirvöld rannsaka nú slysið og Uber hefur stöðvað tilraunir með bílana í Bandaríkjunum og Kanada.New York Times greinir frá því að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bílana hafi ekki staðið undir væntingum í marga mánuði fyrir slysið. Bílarnir hafi átt erfitt að aka í gegnum framkvæmdasvæði og nærri háum bifreiðum eins og stórum flutningabílum. Þá þurftu mannlegir öryggisökumenn sem sitja við stýrið að grípa inn í mun oftar hjá Uber en hjá öðrum fyrirtækjum sem þróa sjálfkeyrandi bíla. Þannig segir Waymo, sem upphaflega var verkefni Google um sjálfkeyrnandi bíla, að ökumenn þeirra grípi inn í á um 9.000 kílómetra fresti. Hjá Uber voru inngripin hins vegar á um tuttugu kílómetra fresti. Blaðið lýsir því einnig að starfsmenn verkefnisins hafi verið undir þrýstingi frá yfirmönnum um að ljúka þróun sjálfkeyrandi bíla fyrir lok ársins og að ganga í augun á yfirstjórnendum.Á að geta séð í myrkriBreska ríkisútvarpið BBC hefur eftir fulltrúum Velodyne, fyrirtækisins sem framleiddi radarskynjarana á Uber-bílnum sem ók á konuna, að þeir furði sig á slysinu. Tækjabúnaðurinn eigi að gera bílnum kleift að „sjá“ í myrkri. Þeir hafna því að tækjabúnaði þeirra hafi verið um að kenna. Marta Hall, forseti Velodyne, bendir þess í stað á bíltölvu Uber. Það sé upp á tölvukerfið komið að túlka gögnin sem skynjararnir senda því og taka ákvarðanir út frá þeim. „Við vitum ekki hvernig ákvörðunartökukerfi Uber virkar,“ segir hún við BBC. Lögregla er enn að rannsaka slysið og hefur ekki komist að niðurstöðu um hvort að bíllinn hafi orðið valdur að því. Á myndbandsupptökum sást að hvorki bíllinn né ökumaðurinn brugðust við áður en hann skall á konunni. Þá virtist ökumaðurinn ekki vera með hendur á stýrinu.
Tækni Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira
Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25
Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39