Erlent

Trump íhugar að vísa rússneskum erindrekum úr landi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Donald Trump íhugar að grípa til aðgerða til að sýna Bretum samstöðu í verki vegna taugaeiturárásarinnar.
Donald Trump íhugar að grípa til aðgerða til að sýna Bretum samstöðu í verki vegna taugaeiturárásarinnar. Vísir/AFp
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar að vísa rússneskum erindrekum úr landi til að sýna Bretum samstöðu í verki en yfirvöld í Bretlandi hafa vænt Rússa um að hafa eitrað fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei skripal og dóttur hans Yuliu.

Feðginunum var byrlað taugaeitur þann 4 mars síðastliðinn. Sergei og Yulia fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury í Wiltshire í suðarhluta Englands.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, vísaði 23 rússneskum erindrekum úr landi í mótmælaskyni og 17 mars gerðu Rússar slíkt hið sama. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur þvertekið fyrir að tengjast efnavopnaárásinni og segir allt tal um það vera „þvaður, blaður og vitleysu“ því Rússar búi ekki yfir slíkum efnum.

Talsmaður Hvíta hússins, Raj Shah, sagðist ekki geta gefið nákvæmt svar að svo stöddu, þegar hann var spurður út í fyrirætlanir forsetans en segir þó:

„Bandaríkin stendur með Bretlandi og fordæma svívirðilegan verknað Rússa. Forsetinn hefur verið að velta fyrir sér leiðum til að fá Rússa til að axla ábyrgð á illum gjörðum sínum. Engin tilkynning liggur fyrir sem stendur.“

Fréttastofan Reuters hefur eftir heimildarmanni sínum að tilkynningar megi vænta um ákvörðun Bandaríkjaforseta á næstu dögum.


Tengdar fréttir

Rússar vísa 23 breskum erindrekum úr landi

Um er að ræða svar Rússlands við brottvísun 23 rússneskra erindreka úr Bretlandi í kjölfar taugaeiturssárásarinnar gegn rússneskum njósnara og dóttur hans í Bretlandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.