Kim Jong-un sagður vera í Kína Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. mars 2018 23:38 Kim Jong-un fundaði á dögunum með embættismönnun frá Suður-Kóreu. Vísir/Getty Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011.Fréttastofan Bloomberg greinir frá og hefur fregnir af heimsókn Kim til Kína, eftir þremur ónafngreindum heimildarmönnum. Sjónvarpsstöðvar í Japan hafa birt myndir af brynvarðri lest í Peking, sem líkist þeirri sem faðir Kim og forveri á leiðtogastól, Kim Jong-il, ferðaðist í til Kína í sinni síðustu heimsókn þangað, skömmu fyrir andlát hans árið 2011. Ekki er vitað hversu lengi Kim Jong-un mun dvelja í Kína eða hvaða ráðamenn, ef einhverja, hann mun funda með á meðan dvöl hans stendur. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðist til að funda með Kim og hafa suður-kóreskir ráðamenn sagt að Kim sé reiðubúinn að þiggja boðið. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum og enn er óvíst hvort af fundinum verði. Í frétt Bloomberg er rætt við James Edward Hoare, sem eitt sinn var erindreki Breta í Norður-Kóreu. Segir hann að fordæmi séu fyrir því að Norður-Kóreumenn fundi með nágrönnum sínum í Kína til að fá ráðleggingar um næstu skref. Telur hann líklegt að Kim sé í Kína til þess að fá ráðleggingar áður en af fundinum með Trump verður.A mystery train pulled into Beijing, fueling speculation that it might be carrying North Korean Leader Kim Jong Un. If so, it would be Kim's first trip out of the country since taking power in 2011. @benstracy reporting. https://t.co/hoLGy2g1cY pic.twitter.com/kCD9iSwDB2— CBS News (@CBSNews) March 26, 2018 Norður-Kórea Tengdar fréttir Engin svör borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins með Trump Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. 12. mars 2018 08:34 Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011.Fréttastofan Bloomberg greinir frá og hefur fregnir af heimsókn Kim til Kína, eftir þremur ónafngreindum heimildarmönnum. Sjónvarpsstöðvar í Japan hafa birt myndir af brynvarðri lest í Peking, sem líkist þeirri sem faðir Kim og forveri á leiðtogastól, Kim Jong-il, ferðaðist í til Kína í sinni síðustu heimsókn þangað, skömmu fyrir andlát hans árið 2011. Ekki er vitað hversu lengi Kim Jong-un mun dvelja í Kína eða hvaða ráðamenn, ef einhverja, hann mun funda með á meðan dvöl hans stendur. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðist til að funda með Kim og hafa suður-kóreskir ráðamenn sagt að Kim sé reiðubúinn að þiggja boðið. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum og enn er óvíst hvort af fundinum verði. Í frétt Bloomberg er rætt við James Edward Hoare, sem eitt sinn var erindreki Breta í Norður-Kóreu. Segir hann að fordæmi séu fyrir því að Norður-Kóreumenn fundi með nágrönnum sínum í Kína til að fá ráðleggingar um næstu skref. Telur hann líklegt að Kim sé í Kína til þess að fá ráðleggingar áður en af fundinum með Trump verður.A mystery train pulled into Beijing, fueling speculation that it might be carrying North Korean Leader Kim Jong Un. If so, it would be Kim's first trip out of the country since taking power in 2011. @benstracy reporting. https://t.co/hoLGy2g1cY pic.twitter.com/kCD9iSwDB2— CBS News (@CBSNews) March 26, 2018
Norður-Kórea Tengdar fréttir Engin svör borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins með Trump Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. 12. mars 2018 08:34 Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Engin svör borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins með Trump Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. 12. mars 2018 08:34
Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09
Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53