Hafnar vegg á eigin lóð til að leysa ljósmengun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. mars 2018 07:00 Lausnin sem Kópavogsbær býður er að byggja vegg á lóð Þorrasala 9-11 til að skerma íbúana þar af frá ónæði af bílageymslu nágrannanna. Veggurinn er sýndur með rauðu. Valgeir Jónasson, vélfræðingur og formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 9-11, hafnar fullyrðingu Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, um að Valgeir hafi ekki óskað eftir samtali við hann.Í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag sagði Valgeir að Ármann bæjarstjóri svaraði ekki skilaboðum og vildi ekki ræða við íbúana í Þorrasölum 9-11 eftir að þeir unnu kærumál vegna leyfis sem bærinn gaf fyrir breyttri aðkomu að bílageymslu nágrannablokkar. Því hafnaði bæjarstjórinn í Fréttablaðinu daginn eftir. „Mér hafa hvorki borist skilaboð né beiðni um fund frá húsfélaginu,“ sagði Ármann. Þetta segir Valgeir ekki rétt. „Ég hafði samband við Kópavogsbæ viku áður en greinin kom í Fréttablaðið og bað um að bæjarstjóri hefði samband við mig en ég fékk bara samband við ritara hans og ætlaði hún að koma skilaboðum til bæjarstjóra,“ fullyrðir Valgeir. Húsfélagsformaðurinn segist í þessu samtali við ritarann hafa gefið bæjarstjóranum vikufrest áður en hann færi með málið í fjölmiðla. „Og ætlaði hún að koma skilaboðum til bæjarstjóra, en hann hefur ekki viljað vera að ómaka sig fyrir íbúa bæjarins sem greiða honum laun fyrir að sinna störfum bæjarfélagsins.“Sjá einnig Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Þá segir Valgeir að eftir að fréttin hafi birst á miðvikudag hafi bærinn sent tillögu til lausnar málinu. „Þetta er nákvæmlega sama plaggið og Kópavogsbær bauð árið 2016,“ segir hann. Tillagan er um að reistur verði veggur til að skerma af ljósgeisla og hljóð frá innkeyrslunni í bílageymslu nágrannana. „Við höfnum alfarið því sem Kópavogsbær er að bjóða sem er að fara inn á lóð okkar og byggja vegg þar.“ Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti í september í fyrra leyfi sem Kópavogsbær gaf fyrir því að umrædd innkeyrsla í bílageymslu Þorrasala 13-15 sneri að Þorrasölum 9-11 í stað þess að vísa að götunni sjálfri. „Nú verður Kópavogsbær að fara að hysja upp um sig buxurnar og hlýða þessum úrskurði. Ef þeir ætla ekkert að fara eftir úrskurðinum er ekkert fyrir okkur annað að gera en að fara með þetta í dómsmál – og fer það þá þangað nú um næstu mánaðamót,“ segir formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 9-11 og ítrekar ósk sína um samtal við bæjarstjóra sem hann kveður ekki enn hafa svarað skilaboðum. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Íbúar í fjölbýlishúsi í Þorrasölum segja Kópavogsbæ ekkert við þá tala eftir að þeir unnu kærumál gegn bænum vegna ólöglegrar aðkomu sem leyfð var að bílakjallara nágrannablokkar. Bæjaryfirvöld segjast vera að skoða málið. 22. mars 2018 07:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Valgeir Jónasson, vélfræðingur og formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 9-11, hafnar fullyrðingu Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, um að Valgeir hafi ekki óskað eftir samtali við hann.Í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag sagði Valgeir að Ármann bæjarstjóri svaraði ekki skilaboðum og vildi ekki ræða við íbúana í Þorrasölum 9-11 eftir að þeir unnu kærumál vegna leyfis sem bærinn gaf fyrir breyttri aðkomu að bílageymslu nágrannablokkar. Því hafnaði bæjarstjórinn í Fréttablaðinu daginn eftir. „Mér hafa hvorki borist skilaboð né beiðni um fund frá húsfélaginu,“ sagði Ármann. Þetta segir Valgeir ekki rétt. „Ég hafði samband við Kópavogsbæ viku áður en greinin kom í Fréttablaðið og bað um að bæjarstjóri hefði samband við mig en ég fékk bara samband við ritara hans og ætlaði hún að koma skilaboðum til bæjarstjóra,“ fullyrðir Valgeir. Húsfélagsformaðurinn segist í þessu samtali við ritarann hafa gefið bæjarstjóranum vikufrest áður en hann færi með málið í fjölmiðla. „Og ætlaði hún að koma skilaboðum til bæjarstjóra, en hann hefur ekki viljað vera að ómaka sig fyrir íbúa bæjarins sem greiða honum laun fyrir að sinna störfum bæjarfélagsins.“Sjá einnig Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Þá segir Valgeir að eftir að fréttin hafi birst á miðvikudag hafi bærinn sent tillögu til lausnar málinu. „Þetta er nákvæmlega sama plaggið og Kópavogsbær bauð árið 2016,“ segir hann. Tillagan er um að reistur verði veggur til að skerma af ljósgeisla og hljóð frá innkeyrslunni í bílageymslu nágrannana. „Við höfnum alfarið því sem Kópavogsbær er að bjóða sem er að fara inn á lóð okkar og byggja vegg þar.“ Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti í september í fyrra leyfi sem Kópavogsbær gaf fyrir því að umrædd innkeyrsla í bílageymslu Þorrasala 13-15 sneri að Þorrasölum 9-11 í stað þess að vísa að götunni sjálfri. „Nú verður Kópavogsbær að fara að hysja upp um sig buxurnar og hlýða þessum úrskurði. Ef þeir ætla ekkert að fara eftir úrskurðinum er ekkert fyrir okkur annað að gera en að fara með þetta í dómsmál – og fer það þá þangað nú um næstu mánaðamót,“ segir formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 9-11 og ítrekar ósk sína um samtal við bæjarstjóra sem hann kveður ekki enn hafa svarað skilaboðum.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Íbúar í fjölbýlishúsi í Þorrasölum segja Kópavogsbæ ekkert við þá tala eftir að þeir unnu kærumál gegn bænum vegna ólöglegrar aðkomu sem leyfð var að bílakjallara nágrannablokkar. Bæjaryfirvöld segjast vera að skoða málið. 22. mars 2018 07:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Íbúar í fjölbýlishúsi í Þorrasölum segja Kópavogsbæ ekkert við þá tala eftir að þeir unnu kærumál gegn bænum vegna ólöglegrar aðkomu sem leyfð var að bílakjallara nágrannablokkar. Bæjaryfirvöld segjast vera að skoða málið. 22. mars 2018 07:00