Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. mars 2018 07:00 Aftan við Valgeir Jónasson sést í innkeyrsluna að Þorrasölum 13-15 sem vísar að blokkinni þar sem hann er húsfélagsformaður. Vísir/ANTON „Bæjarstjórinn svarar ekki skilaboðum, hann vill ekkert við okkur tala. Það er bara af því að við erum litlir karlar,“ segir Valgeir Jónasson, formaður húsfélags Þorrasala 9-11 í Kópavogi. Valgeir segir að eftir að Þorrasalir 9-11 voru byggðir hafi aðkeyrslu að bílakjallara næstu blokkar, Þorrasala 13-15, verið breytt þannig að hún sé milli blokkanna tveggja í stað þess að vísa að götunni. Húsfélagið kærði Kópavogsbæ og vann málið fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála sem felldi úr gildi ákvörð- un Kópavogsbæjar um að veita byggingarleyfi varðandi aðkomuna að bílageymslunni og felldi sömuleiðis úr gildi þá ákvörðun bæjarins að synja kröfu húsfélagsins á númer 9-11 um að beita nágranna þeirra þvingunarúrræðum vegna innkeyrslunnar. „Þegar þeir koma upp brekkuna úr bílakjallaranum hjá sér þá lýsast upp íbúðir á neðstu hæðunum í Þorrasölum 11. Og svo er náttúrlega ónæði af því þegar hurðin skellist,“ segir Valgeir um þau óþægindi sem fylgi hinni breyttu aðkomu að bílageymslunni. Þá eigi að vera göngustígur og aðkoma fyrir slökkviliðsbíla milli blokkanna.„En það var bara klippt af stígnum. Þetta er ekki eins og það á að vera.“ Valgeir segir að íbúarnir í Þorrasölum 9-11 hafi varað við því áður en ráðist var í framkvæmdir í nágrannablokkinni að innkeyrslan í bílakjallarann stæðist ekki lög. Enda hafi það komið á daginn. Kópavogsbær vildi síðan að úrskurðarnefndin tæki málið fyrir að nýju en því var hafnað. „Síðan höfum við ítrekað reynt að hafa samband við Kópavogsbæ en þau hunsa íbúana sem hér eru í 35 íbúðum,“ segir Valgeir um núverandi stöðu málsins og kveður þannig ekkert hafa þokast. „Þeir ætla bara að svæfa málið.“ Valgeir segir kröfuna einfaldlega þá að innkeyrslan verði færð til þess horfs sem upphaflegt skipulag og leyfi hafi gert ráð fyrir. „Það er alveg hægt að gera það,“ segir hann um slíka framkvæmd. „Og Kópavogsbær ætti alveg absalútt að bera kostnað- inn af því. Við héldum aðalfund í húsfélaginu og þar var einróma samþykkt að halda áfram með málið. En helst vildum við ná samkomulagi við bæinn því það er ekkert nema kostnaður sem fylgir þessu.“ Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá Kópavogsbæ hvernig málið horfi við bæjaryfirvöldum og hvað þau hyggist gera. „Málið er í vinnslu hjá Kópavogsbæ og verða viðbrögð bæjarins við úrskurðinum kynnt málsaðilum á næstunni,“ er svarið frá bæjarskrifstofunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
„Bæjarstjórinn svarar ekki skilaboðum, hann vill ekkert við okkur tala. Það er bara af því að við erum litlir karlar,“ segir Valgeir Jónasson, formaður húsfélags Þorrasala 9-11 í Kópavogi. Valgeir segir að eftir að Þorrasalir 9-11 voru byggðir hafi aðkeyrslu að bílakjallara næstu blokkar, Þorrasala 13-15, verið breytt þannig að hún sé milli blokkanna tveggja í stað þess að vísa að götunni. Húsfélagið kærði Kópavogsbæ og vann málið fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála sem felldi úr gildi ákvörð- un Kópavogsbæjar um að veita byggingarleyfi varðandi aðkomuna að bílageymslunni og felldi sömuleiðis úr gildi þá ákvörðun bæjarins að synja kröfu húsfélagsins á númer 9-11 um að beita nágranna þeirra þvingunarúrræðum vegna innkeyrslunnar. „Þegar þeir koma upp brekkuna úr bílakjallaranum hjá sér þá lýsast upp íbúðir á neðstu hæðunum í Þorrasölum 11. Og svo er náttúrlega ónæði af því þegar hurðin skellist,“ segir Valgeir um þau óþægindi sem fylgi hinni breyttu aðkomu að bílageymslunni. Þá eigi að vera göngustígur og aðkoma fyrir slökkviliðsbíla milli blokkanna.„En það var bara klippt af stígnum. Þetta er ekki eins og það á að vera.“ Valgeir segir að íbúarnir í Þorrasölum 9-11 hafi varað við því áður en ráðist var í framkvæmdir í nágrannablokkinni að innkeyrslan í bílakjallarann stæðist ekki lög. Enda hafi það komið á daginn. Kópavogsbær vildi síðan að úrskurðarnefndin tæki málið fyrir að nýju en því var hafnað. „Síðan höfum við ítrekað reynt að hafa samband við Kópavogsbæ en þau hunsa íbúana sem hér eru í 35 íbúðum,“ segir Valgeir um núverandi stöðu málsins og kveður þannig ekkert hafa þokast. „Þeir ætla bara að svæfa málið.“ Valgeir segir kröfuna einfaldlega þá að innkeyrslan verði færð til þess horfs sem upphaflegt skipulag og leyfi hafi gert ráð fyrir. „Það er alveg hægt að gera það,“ segir hann um slíka framkvæmd. „Og Kópavogsbær ætti alveg absalútt að bera kostnað- inn af því. Við héldum aðalfund í húsfélaginu og þar var einróma samþykkt að halda áfram með málið. En helst vildum við ná samkomulagi við bæinn því það er ekkert nema kostnaður sem fylgir þessu.“ Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá Kópavogsbæ hvernig málið horfi við bæjaryfirvöldum og hvað þau hyggist gera. „Málið er í vinnslu hjá Kópavogsbæ og verða viðbrögð bæjarins við úrskurðinum kynnt málsaðilum á næstunni,“ er svarið frá bæjarskrifstofunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira