Enski boltinn

Jesus vill 14 milljónir á viku

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gabriel Jesus var frábær áður en hann meiddist á gamlársdag
Gabriel Jesus var frábær áður en hann meiddist á gamlársdag Vísir/Getty
Brasilíska ungstirnið Gabriel Jesus hafnaði nýju samningstilboði frá Manchester City samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Times greinir frá því að Manchester City vilji binda Jesus til 2023, en núverandi samningur hans er til 2021.

Jesus kom til Manchester frá Palmeiras í janúar 2017. Síðan þá hefur hann heillað marga og skorað 11 mörk í 32 leikjum í vetur, en meiðsli hafa sett strik í reikninginn.

Samkvæmt Times er City ekki að bjóða Jesus nógu há laun og þess vegna vill hann ekki framlengja við félagið. Hann er í dag á 65 þúsund pundum á viku og nýi samningurinn bauð hækkun upp í 90 þúsund pund.

Það er hins vegar ekki nóg, umboðsmenn og aðstandendur Jesus ráðleggja honum að semja ekki nema fá að minnsta kosti 100 þúsund pund á viku. Það eru rétt tæpar 14 milljónir íslenskra í vikulaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×