Erlent

Læknir Trump tekur við ráðherrastöðu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ronny Jackson var skipaður af Barack Obama en verður nú ráðherra.
Ronny Jackson var skipaður af Barack Obama en verður nú ráðherra. Vísir/Getty
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í dag enn einn ráðherra úr ríkisstjórn sinni. David Shulkin, ráðherra málefna uppgjafahermanna var látinn taka poka sinn en í hans stað kemur Ronny Jackson. Washington Post greinir frá.

Jackson þessi hefur undanfarin ár verið læknir forsetans en hann gegndi því starfi einnig undir lok forsetatíðar forvera Trump í starfi, Barack Obama.

Trump tilkynnti um tilnefninguna á Twitter í kvöld en þangað til þingið staðfestir útnefninguna mun Robert Wilkie gegna ráðherraembættinu.

Fyrr í mánuðinum rak Trump Rex Tillerson, utanríkisráðherra úr starfi, auk þess sem að H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi hans var einnig sparkað.

Brottrekstur Shulkin þykir ekki koma á óvart en rætt hefur verið vikum saman um að hann myndi missa starf sitt. Hefur hann átt í miklum átökum við starfsmenn ráðuneytisins, en hann lét hafa eftir sér fyrir skömmu að þeir væru sumir hverjir að reyna að fá honum skipt út.


Tengdar fréttir

Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt.

Nýr ráðgjafi Trump umdeildur

John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum.

Uppstokkun steytir á skeri

Svo virðist sem Bandaríkjaforsetinn Donald Trump muni ekki ráða til sín lögfræðinganna tvo sem tilkynnt var um í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×