Íslenski boltinn

KR sigraði Reykjavíkurslaginn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
KR-ingar fengu þrjú stig í dag.
KR-ingar fengu þrjú stig í dag. vísir/andri

KR hafði betur gegn ÍR í Reykjavíkurslag í Lengjubikarum í Egilshöll í dag.

Eftir atkvæðalítinn fyrri hálfleik skoruðu KR-ingar rétt áður en blásið var til leikhlés og fóru með forystu inn til búningsherbergja.

Þeir bættu svo öðru marki við snemma í seinni hálfleiknum og tvöfölduðu forystuna. Fleiri urðu mörkin ekki og KR fór með sigurinn.

KR er með sjö stig eftir fjóra leiki, tveimur stigum á eftir KA og Breiðabliki sem eigast við á Akureyri. ÍR er hins vegar á botninum, án sigurs þegar aðeins ein umferð er eftir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.