Erlent

Ósammála um orsök flugslyss

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Björgunarmið leitaði að fólki sem hefði komist lífs af í braki vélarinnar eftir að eldur í því hafði verið slökktur. 22 fundust á lífi.
Björgunarmið leitaði að fólki sem hefði komist lífs af í braki vélarinnar eftir að eldur í því hafði verið slökktur. 22 fundust á lífi. Vísir/epa
Minnst 49 létust og 22 liggja sárir eftir að flugvél brotlenti á flugvellinum í Katmandú í gær. Flugfélaginu og yfirvöldum ber ekki saman um orsök slyssins. Vélin, sem gerð var út af bangladesska flugfélaginu US-Bangla, var á leið frá Dakka, höfuðborg Bangladess, til Katmandú.

Um Bombardier Q400 vél var að ræða. Slíkar vélar eru Íslendingum að góðu kunnar enda í notkun hjá Air Iceland Connect. Að sögn flugfélagsins var flugumferðarstjórum í Nepal um að kenna en flugvélin kom til lendingar úr rangri stefnu. Upptökur af samskiptum milli flugmanna og flugturnsins benda til þess að einhver misskilningur hafi átt sér stað.

„Vélin fékk leyfi til að lenda á suðurenda brautarinnar en hún lenti á norðurenda hennar,“ segir Sanjiv Gautam, yfirmaður nepalska flugumferðareftirlitsins. Forráðamenn félagsins segja aftur á móti að flugmennirnir hafi fengið fyrirmæli um að koma inn úr norðri. Forsætisráðherra Nepal, KP Sharma Oli, hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á slysinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×