Tólf ára drengur hlaut djúpan skurð á höfði í trampólíngarði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2018 14:59 Sauma þurfti fimm spor í höfuð sonar Öldu. Vísir/Samsett Sauma þurfti fimm spor í höfuð sonar Öldu Steingrímsdóttir eftir að hann fór í heljarstökk á trampólíni í trampólíngarðinum Skypark í Kópavogi. Hún er þakklát fyrir að sjúkraflutningamaður hafi verið á staðnum.„Hann er að taka heljarstökk og skýst þarna undir dýnuna og festir höfuðið á milli gorma, og rýfur það svo til baka,“ segir Alda í samtali við Vísi. Við það hlaut hann djúpan skurð á höfði. Á myndbandi sem hún birtir á Facebook má sjá hvernig sonur hennar skýst af trampólínu og undir samskeyti á milli trampólína.Slysið gerðist síðdegis í gær og segir Alda að starfsmenn garðsins hafi hringt í hana og greint henni frá slysinu.„Það var faðir þarna með dóttur sinni sem er sjúkraflutningamaður. Hann tekur strax boltann og vefur höfuðið á honum og stoppar blæðinguna. Það náttúrulega blæddi svakalega úr þessu,“ segir Alda sem gagnrýnir samskiptaleysi starfsmanna garðsins.„Þegar ég kem þarna standa þeir og segja ekki neitt, almennilegir strákar sem voru greinilega miður sín. Svo tók ég strákana og fór. Það voru engin samskipti þannig, ég bara dreif mig í burtu,“ segir Alda. Þar sem sjúkraflutningamaðurinn hafði búið um sárið dreif hún son sinn á Landspítalann þar sem saumuð voru fimm spor. Segir hún að læknarnir sem sinntu syni hennar hafi sagt við hana að hann hafi sloppið vel. „Þeim fannst þetta mjög alvarlegt. Hann hefði getað fengið gríðarlega höfuðáverka,“ segir Alda. Svo virðist því sem að betur hafi farið en á horfðist og er sonur hennar á batavegi.Sjá einnig: Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarðiGreint hefur verið frá því að tíðni þeirra sem leiti á Landspítalann vegna trampólínslysa hafi aukist, ekki síst á haustmánuðum síðasta árs en þangað til garðurinn opnaði var trampólíniðkun nær eingöngu stunduð á sumrin. Samkvæmt tölum frá Landspítalanum hefur lítið verið um trampólínslys á haustin og veturna undanfarin ár, þangað til garðurinn opnaði síðasta sumar.Í samtali við Vísi segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans, að þetta þurfi ekki endilega að koma á óvart, þar sem ekki sé óeðlilegt að tíðni íþróttaslysa aukist, þegar fjöldi þeirra sem stundi tiltekna íþrótt verði fleiri, eins og virðist hafa gerst þegar garðurinn opnaði síðastliðið sumar.Þá sýna tölur Landspítalans að það sem af er ári virðist fjöldi trampólínslysa hafa farið fækkandi en í síðasta mánuði leituðu þrír á slysa- og bráðadeild Landspítalans vegna trampólínslysa, samanborið við 20 í október og 12 í nóvember.Greint var frá því í Fréttablaðinu í febrúarað forsvarsmenn garðsins sem um ræðir hefðu ekki sent Heilbrigðiseftirlitinu fullnægjandi gögn hvernig öryggi gesta er tryggt meðan á dvöl stendur og neyðaráætlun ef slys verða, því væri ekki búið að gefa út starfsleyfi vegna garðsins.Í samtali við Vísi staðfestir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis að eftirlitinu hefðu borist gögnin sem um ræðir. Ekki væri hins vegar búið að gefa út starfsleyfi, en það væri í eðlilegu ferli hjá nefndinni. Neytendur Tengdar fréttir Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarði Læknar segja mikla fjölgun alvarlegra trampólínslysa tengjast Trampólíngarðinum og móðir stúlku sem tvífótbrotnaði um helgina í garðinum kallar eftir auknu eftirliti. 15. nóvember 2017 19:56 Skortir gögn um trampólíngarð Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins hefur ekki fengið umbeðin gögn frá trampólíngarðinum Skypark. Há slysatíðni ástæða athugunar. 10. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Sauma þurfti fimm spor í höfuð sonar Öldu Steingrímsdóttir eftir að hann fór í heljarstökk á trampólíni í trampólíngarðinum Skypark í Kópavogi. Hún er þakklát fyrir að sjúkraflutningamaður hafi verið á staðnum.„Hann er að taka heljarstökk og skýst þarna undir dýnuna og festir höfuðið á milli gorma, og rýfur það svo til baka,“ segir Alda í samtali við Vísi. Við það hlaut hann djúpan skurð á höfði. Á myndbandi sem hún birtir á Facebook má sjá hvernig sonur hennar skýst af trampólínu og undir samskeyti á milli trampólína.Slysið gerðist síðdegis í gær og segir Alda að starfsmenn garðsins hafi hringt í hana og greint henni frá slysinu.„Það var faðir þarna með dóttur sinni sem er sjúkraflutningamaður. Hann tekur strax boltann og vefur höfuðið á honum og stoppar blæðinguna. Það náttúrulega blæddi svakalega úr þessu,“ segir Alda sem gagnrýnir samskiptaleysi starfsmanna garðsins.„Þegar ég kem þarna standa þeir og segja ekki neitt, almennilegir strákar sem voru greinilega miður sín. Svo tók ég strákana og fór. Það voru engin samskipti þannig, ég bara dreif mig í burtu,“ segir Alda. Þar sem sjúkraflutningamaðurinn hafði búið um sárið dreif hún son sinn á Landspítalann þar sem saumuð voru fimm spor. Segir hún að læknarnir sem sinntu syni hennar hafi sagt við hana að hann hafi sloppið vel. „Þeim fannst þetta mjög alvarlegt. Hann hefði getað fengið gríðarlega höfuðáverka,“ segir Alda. Svo virðist því sem að betur hafi farið en á horfðist og er sonur hennar á batavegi.Sjá einnig: Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarðiGreint hefur verið frá því að tíðni þeirra sem leiti á Landspítalann vegna trampólínslysa hafi aukist, ekki síst á haustmánuðum síðasta árs en þangað til garðurinn opnaði var trampólíniðkun nær eingöngu stunduð á sumrin. Samkvæmt tölum frá Landspítalanum hefur lítið verið um trampólínslys á haustin og veturna undanfarin ár, þangað til garðurinn opnaði síðasta sumar.Í samtali við Vísi segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans, að þetta þurfi ekki endilega að koma á óvart, þar sem ekki sé óeðlilegt að tíðni íþróttaslysa aukist, þegar fjöldi þeirra sem stundi tiltekna íþrótt verði fleiri, eins og virðist hafa gerst þegar garðurinn opnaði síðastliðið sumar.Þá sýna tölur Landspítalans að það sem af er ári virðist fjöldi trampólínslysa hafa farið fækkandi en í síðasta mánuði leituðu þrír á slysa- og bráðadeild Landspítalans vegna trampólínslysa, samanborið við 20 í október og 12 í nóvember.Greint var frá því í Fréttablaðinu í febrúarað forsvarsmenn garðsins sem um ræðir hefðu ekki sent Heilbrigðiseftirlitinu fullnægjandi gögn hvernig öryggi gesta er tryggt meðan á dvöl stendur og neyðaráætlun ef slys verða, því væri ekki búið að gefa út starfsleyfi vegna garðsins.Í samtali við Vísi staðfestir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis að eftirlitinu hefðu borist gögnin sem um ræðir. Ekki væri hins vegar búið að gefa út starfsleyfi, en það væri í eðlilegu ferli hjá nefndinni.
Neytendur Tengdar fréttir Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarði Læknar segja mikla fjölgun alvarlegra trampólínslysa tengjast Trampólíngarðinum og móðir stúlku sem tvífótbrotnaði um helgina í garðinum kallar eftir auknu eftirliti. 15. nóvember 2017 19:56 Skortir gögn um trampólíngarð Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins hefur ekki fengið umbeðin gögn frá trampólíngarðinum Skypark. Há slysatíðni ástæða athugunar. 10. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarði Læknar segja mikla fjölgun alvarlegra trampólínslysa tengjast Trampólíngarðinum og móðir stúlku sem tvífótbrotnaði um helgina í garðinum kallar eftir auknu eftirliti. 15. nóvember 2017 19:56
Skortir gögn um trampólíngarð Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins hefur ekki fengið umbeðin gögn frá trampólíngarðinum Skypark. Há slysatíðni ástæða athugunar. 10. febrúar 2018 09:00