Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 19:56 Birta Dís Magnúsdóttir var í Skypark trampólíngarðinum um helgina með vinkonum sínum en ferðin endaði með sjúkrabíl á barnaspítalann. „Við vorum allar á palli og vorum að hoppa niður á rassinn og ég ákvað að hoppa niður en þá lá vinkona mín á trampólíninu. Ég vildi ekki hoppa á hana þannig ég ætlaði einhvern veginn ekki að hoppa og lenti á hliðarvegg og rann af honum á trampólínið og beyglaði fótinn undir mig,“ segir Birta Dís. Hún var brotin á ökkla og sköflungi, hún fór í aðgerð og verður í gifsi næstu sex vikurnar. Mamma Birtu Dísar segist hafa heyrt frá bæði læknum og sjúkraflutningamönnum að slys væru afar tíð í trampólíngarðinum. Yfirlæknir Bráðamóttökunnar segir í Fréttablaðinu í dag að í september og október í fyrra séu átta trampólínslys skráð en nú í ár hafi þau verið fimmtíu og að mörg alvarleg slys komi úr Trampólíngarðinum. „Það er klárlega eitthvað ekki í lagi þegar kemur að öryggi. Það sér það hver heilvita maður ef slysatíðnin á börnunum er svona, þá þarf að skoða þetta betur, myndi ég halda. Ef ég hefði vitað af þessari slysatíðni og við foreldrarnir, þá hefði hún klárlega ekki farið í trampólíngarðinn þetta umrædda kvöld.,“ segir Anna Rún Frímannsdóttir, móðir Birtu Dísar.Birta Dís fótbrotnaði í Skypark um helgina.Vísir/ErlaAnna Rún segist hafa fengið að sjá myndband af slysinu og Birta Dís lendi mjög sakleysislega á fætinum. Hún skilji ekki hvernig svona slys geti orðið enda hafi hún sjálf haft trampólín í garðinum í sex ár án slysa. Það þurfi að skoða vel allan búnað og gæði hans. „Ég er ekki að biðja um að staðnum sé lokað eða eitthvað slíkt, en ég vil kalla á aukið eftirlit. Og annað, kann starfsfólkið skyndihjálp? Mig langar að vita það.“Fylgi leiðbeiningum annarra trampólíngarða Eigandi Skypark, eina trampólíngarðsins á Íslandi, kannast ekki við svona mörg slys. „Það hafa orðið sex alvarleg slys hjá okkur, beinbrot, og sjö minniháttar slys eins og tognun á úlnlið og ökklum. Þetta er allt skráð hjá okkur og við eigum þetta á myndböndum. Það hefur ekki verið meira en það. Ég veit ekki hvaðan þessar tölur koma. Ekki hugmynd,“ segir Örn Ægisson, eigandi Skypark. Trampólíngarðurinn var opnaður fyrir þremur mánuðum og 24.000 manns komið og hoppað.Er hætta á að þið séuð að hleypa of mörgum í húsið og það valdi slysum? „Nei, ég held ekki. Ég held að við séum að stjórna þessu eins og þetta á að vera. Það sem mér var kennt og reyna að gera allt mitt besta.“ Örn fylgir leiðbeiningum annarra Skypark-garða og segir slysatíðni ekki hærri hér á landi. Hann segir einn til þrjá starfsmenn fylgjast með börnunum á trampólínunum en eru þeir þjálfaðir í skyndihjálp? „Já reyndar. Við erum búin að þjálfa það upp og með mjög góða starfsmenn núna.“ Tengdar fréttir Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður Alvarlegum trampólínslysum hefur fjölgað gífurlega í haust þar sem börn þurfa á aðgerð að halda og ekki ljóst hvort þau nái sér öll að fullu. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið fjölda ábendinga foreldra vegna slysa. 15. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Birta Dís Magnúsdóttir var í Skypark trampólíngarðinum um helgina með vinkonum sínum en ferðin endaði með sjúkrabíl á barnaspítalann. „Við vorum allar á palli og vorum að hoppa niður á rassinn og ég ákvað að hoppa niður en þá lá vinkona mín á trampólíninu. Ég vildi ekki hoppa á hana þannig ég ætlaði einhvern veginn ekki að hoppa og lenti á hliðarvegg og rann af honum á trampólínið og beyglaði fótinn undir mig,“ segir Birta Dís. Hún var brotin á ökkla og sköflungi, hún fór í aðgerð og verður í gifsi næstu sex vikurnar. Mamma Birtu Dísar segist hafa heyrt frá bæði læknum og sjúkraflutningamönnum að slys væru afar tíð í trampólíngarðinum. Yfirlæknir Bráðamóttökunnar segir í Fréttablaðinu í dag að í september og október í fyrra séu átta trampólínslys skráð en nú í ár hafi þau verið fimmtíu og að mörg alvarleg slys komi úr Trampólíngarðinum. „Það er klárlega eitthvað ekki í lagi þegar kemur að öryggi. Það sér það hver heilvita maður ef slysatíðnin á börnunum er svona, þá þarf að skoða þetta betur, myndi ég halda. Ef ég hefði vitað af þessari slysatíðni og við foreldrarnir, þá hefði hún klárlega ekki farið í trampólíngarðinn þetta umrædda kvöld.,“ segir Anna Rún Frímannsdóttir, móðir Birtu Dísar.Birta Dís fótbrotnaði í Skypark um helgina.Vísir/ErlaAnna Rún segist hafa fengið að sjá myndband af slysinu og Birta Dís lendi mjög sakleysislega á fætinum. Hún skilji ekki hvernig svona slys geti orðið enda hafi hún sjálf haft trampólín í garðinum í sex ár án slysa. Það þurfi að skoða vel allan búnað og gæði hans. „Ég er ekki að biðja um að staðnum sé lokað eða eitthvað slíkt, en ég vil kalla á aukið eftirlit. Og annað, kann starfsfólkið skyndihjálp? Mig langar að vita það.“Fylgi leiðbeiningum annarra trampólíngarða Eigandi Skypark, eina trampólíngarðsins á Íslandi, kannast ekki við svona mörg slys. „Það hafa orðið sex alvarleg slys hjá okkur, beinbrot, og sjö minniháttar slys eins og tognun á úlnlið og ökklum. Þetta er allt skráð hjá okkur og við eigum þetta á myndböndum. Það hefur ekki verið meira en það. Ég veit ekki hvaðan þessar tölur koma. Ekki hugmynd,“ segir Örn Ægisson, eigandi Skypark. Trampólíngarðurinn var opnaður fyrir þremur mánuðum og 24.000 manns komið og hoppað.Er hætta á að þið séuð að hleypa of mörgum í húsið og það valdi slysum? „Nei, ég held ekki. Ég held að við séum að stjórna þessu eins og þetta á að vera. Það sem mér var kennt og reyna að gera allt mitt besta.“ Örn fylgir leiðbeiningum annarra Skypark-garða og segir slysatíðni ekki hærri hér á landi. Hann segir einn til þrjá starfsmenn fylgjast með börnunum á trampólínunum en eru þeir þjálfaðir í skyndihjálp? „Já reyndar. Við erum búin að þjálfa það upp og með mjög góða starfsmenn núna.“
Tengdar fréttir Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður Alvarlegum trampólínslysum hefur fjölgað gífurlega í haust þar sem börn þurfa á aðgerð að halda og ekki ljóst hvort þau nái sér öll að fullu. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið fjölda ábendinga foreldra vegna slysa. 15. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður Alvarlegum trampólínslysum hefur fjölgað gífurlega í haust þar sem börn þurfa á aðgerð að halda og ekki ljóst hvort þau nái sér öll að fullu. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið fjölda ábendinga foreldra vegna slysa. 15. nóvember 2017 06:00