Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður Sveinn Arnarsson skrifar 15. nóvember 2017 06:00 Margir koma á Landspítala eftir trampólíntengd slys. vísir/eyþór Í september og október á þessu ári komu 50 trampólíntengd slys inn á bráðamóttöku Landspítalans samanborið við aðeins átta slys á sama tímabili í fyrra. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir mörg alvarleg slys koma úr sérhönnuðum leikjagarði fyrir börn og fullorðna sem hóf starfsemi sína í lok sumars.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum.vísir/anton brink„Við höfum tekið eftir mikilli aukningu á trampólínslysum miðað við það sem áður hefur verið. Við sjáum marga þeirra sem koma til okkar koma úr þessum trampólíngarði sem kallast Partý húsið. Þetta haust erum við að sjá allt að tíföldun á einstökum vikum en þetta hafa verið afar árstíðabundin slys,“ segir Jón Magnús. „Þetta hefur oft byrjað í apríl og svo tekið dýfu aftur í ágúst. Við erum að sjá þetta halda núna áfram inn í veturinn og mörg slys koma frá einum stað.“ Jón Magnús segir einnig að slysin séu alvarlegri þar sem líkur eru á að börn jafni sig aldrei að fullu eftir þessi slys. „Bæklunarlæknar okkar eru sammála um að endurtekin alvarleg trampólínslys hafa aukist mjög mikið í haust. Þá erum við að tala um alvarleg beinbrot og höfuðáverka. Börn sem hafa lent í þeim slysum hafa sum þurft á aðgerð að halda þar sem ekki er útséð með að börnin nái sér að fullu.“ Fréttablaðið reyndi að leita skýringa hjá fyrirtækinu. Framkvæmdastjórinn sagði að eigandinn svaraði spurningum sem þessum. Þegar fréttmaður óskaði þess að fá samband við eigandann eða fá símanúmer hans var símtalinu slitið. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið nokkrar athugasemdir frá foreldrum eftir viðskipti við fyrirtækið. „Ný afþreying fyrir börn og fullorðna sprettur hratt upp um þessar mundir og því þurfa stjórnvöld að hlúa mun betur að þessum málaflokki. Ég hins vegar fullyrði að stjórnvöld hafa engan áhuga á slysavörnum á Íslandi í dag, það er miður,“ segir Herdís. „Ég hef fengið þó nokkrar ábendingar um þetta fyrirtæki frá foreldrum. Vandamálið er hins vegar stjórnvalda. Kröfur þeirra eru takmarkaðar og áhuginn virðist vera lítill.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í september og október á þessu ári komu 50 trampólíntengd slys inn á bráðamóttöku Landspítalans samanborið við aðeins átta slys á sama tímabili í fyrra. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir mörg alvarleg slys koma úr sérhönnuðum leikjagarði fyrir börn og fullorðna sem hóf starfsemi sína í lok sumars.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum.vísir/anton brink„Við höfum tekið eftir mikilli aukningu á trampólínslysum miðað við það sem áður hefur verið. Við sjáum marga þeirra sem koma til okkar koma úr þessum trampólíngarði sem kallast Partý húsið. Þetta haust erum við að sjá allt að tíföldun á einstökum vikum en þetta hafa verið afar árstíðabundin slys,“ segir Jón Magnús. „Þetta hefur oft byrjað í apríl og svo tekið dýfu aftur í ágúst. Við erum að sjá þetta halda núna áfram inn í veturinn og mörg slys koma frá einum stað.“ Jón Magnús segir einnig að slysin séu alvarlegri þar sem líkur eru á að börn jafni sig aldrei að fullu eftir þessi slys. „Bæklunarlæknar okkar eru sammála um að endurtekin alvarleg trampólínslys hafa aukist mjög mikið í haust. Þá erum við að tala um alvarleg beinbrot og höfuðáverka. Börn sem hafa lent í þeim slysum hafa sum þurft á aðgerð að halda þar sem ekki er útséð með að börnin nái sér að fullu.“ Fréttablaðið reyndi að leita skýringa hjá fyrirtækinu. Framkvæmdastjórinn sagði að eigandinn svaraði spurningum sem þessum. Þegar fréttmaður óskaði þess að fá samband við eigandann eða fá símanúmer hans var símtalinu slitið. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið nokkrar athugasemdir frá foreldrum eftir viðskipti við fyrirtækið. „Ný afþreying fyrir börn og fullorðna sprettur hratt upp um þessar mundir og því þurfa stjórnvöld að hlúa mun betur að þessum málaflokki. Ég hins vegar fullyrði að stjórnvöld hafa engan áhuga á slysavörnum á Íslandi í dag, það er miður,“ segir Herdís. „Ég hef fengið þó nokkrar ábendingar um þetta fyrirtæki frá foreldrum. Vandamálið er hins vegar stjórnvalda. Kröfur þeirra eru takmarkaðar og áhuginn virðist vera lítill.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira