Tólf ára drengur hlaut djúpan skurð á höfði í trampólíngarði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2018 14:59 Sauma þurfti fimm spor í höfuð sonar Öldu. Vísir/Samsett Sauma þurfti fimm spor í höfuð sonar Öldu Steingrímsdóttir eftir að hann fór í heljarstökk á trampólíni í trampólíngarðinum Skypark í Kópavogi. Hún er þakklát fyrir að sjúkraflutningamaður hafi verið á staðnum.„Hann er að taka heljarstökk og skýst þarna undir dýnuna og festir höfuðið á milli gorma, og rýfur það svo til baka,“ segir Alda í samtali við Vísi. Við það hlaut hann djúpan skurð á höfði. Á myndbandi sem hún birtir á Facebook má sjá hvernig sonur hennar skýst af trampólínu og undir samskeyti á milli trampólína.Slysið gerðist síðdegis í gær og segir Alda að starfsmenn garðsins hafi hringt í hana og greint henni frá slysinu.„Það var faðir þarna með dóttur sinni sem er sjúkraflutningamaður. Hann tekur strax boltann og vefur höfuðið á honum og stoppar blæðinguna. Það náttúrulega blæddi svakalega úr þessu,“ segir Alda sem gagnrýnir samskiptaleysi starfsmanna garðsins.„Þegar ég kem þarna standa þeir og segja ekki neitt, almennilegir strákar sem voru greinilega miður sín. Svo tók ég strákana og fór. Það voru engin samskipti þannig, ég bara dreif mig í burtu,“ segir Alda. Þar sem sjúkraflutningamaðurinn hafði búið um sárið dreif hún son sinn á Landspítalann þar sem saumuð voru fimm spor. Segir hún að læknarnir sem sinntu syni hennar hafi sagt við hana að hann hafi sloppið vel. „Þeim fannst þetta mjög alvarlegt. Hann hefði getað fengið gríðarlega höfuðáverka,“ segir Alda. Svo virðist því sem að betur hafi farið en á horfðist og er sonur hennar á batavegi.Sjá einnig: Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarðiGreint hefur verið frá því að tíðni þeirra sem leiti á Landspítalann vegna trampólínslysa hafi aukist, ekki síst á haustmánuðum síðasta árs en þangað til garðurinn opnaði var trampólíniðkun nær eingöngu stunduð á sumrin. Samkvæmt tölum frá Landspítalanum hefur lítið verið um trampólínslys á haustin og veturna undanfarin ár, þangað til garðurinn opnaði síðasta sumar.Í samtali við Vísi segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans, að þetta þurfi ekki endilega að koma á óvart, þar sem ekki sé óeðlilegt að tíðni íþróttaslysa aukist, þegar fjöldi þeirra sem stundi tiltekna íþrótt verði fleiri, eins og virðist hafa gerst þegar garðurinn opnaði síðastliðið sumar.Þá sýna tölur Landspítalans að það sem af er ári virðist fjöldi trampólínslysa hafa farið fækkandi en í síðasta mánuði leituðu þrír á slysa- og bráðadeild Landspítalans vegna trampólínslysa, samanborið við 20 í október og 12 í nóvember.Greint var frá því í Fréttablaðinu í febrúarað forsvarsmenn garðsins sem um ræðir hefðu ekki sent Heilbrigðiseftirlitinu fullnægjandi gögn hvernig öryggi gesta er tryggt meðan á dvöl stendur og neyðaráætlun ef slys verða, því væri ekki búið að gefa út starfsleyfi vegna garðsins.Í samtali við Vísi staðfestir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis að eftirlitinu hefðu borist gögnin sem um ræðir. Ekki væri hins vegar búið að gefa út starfsleyfi, en það væri í eðlilegu ferli hjá nefndinni. Neytendur Tengdar fréttir Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarði Læknar segja mikla fjölgun alvarlegra trampólínslysa tengjast Trampólíngarðinum og móðir stúlku sem tvífótbrotnaði um helgina í garðinum kallar eftir auknu eftirliti. 15. nóvember 2017 19:56 Skortir gögn um trampólíngarð Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins hefur ekki fengið umbeðin gögn frá trampólíngarðinum Skypark. Há slysatíðni ástæða athugunar. 10. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Sauma þurfti fimm spor í höfuð sonar Öldu Steingrímsdóttir eftir að hann fór í heljarstökk á trampólíni í trampólíngarðinum Skypark í Kópavogi. Hún er þakklát fyrir að sjúkraflutningamaður hafi verið á staðnum.„Hann er að taka heljarstökk og skýst þarna undir dýnuna og festir höfuðið á milli gorma, og rýfur það svo til baka,“ segir Alda í samtali við Vísi. Við það hlaut hann djúpan skurð á höfði. Á myndbandi sem hún birtir á Facebook má sjá hvernig sonur hennar skýst af trampólínu og undir samskeyti á milli trampólína.Slysið gerðist síðdegis í gær og segir Alda að starfsmenn garðsins hafi hringt í hana og greint henni frá slysinu.„Það var faðir þarna með dóttur sinni sem er sjúkraflutningamaður. Hann tekur strax boltann og vefur höfuðið á honum og stoppar blæðinguna. Það náttúrulega blæddi svakalega úr þessu,“ segir Alda sem gagnrýnir samskiptaleysi starfsmanna garðsins.„Þegar ég kem þarna standa þeir og segja ekki neitt, almennilegir strákar sem voru greinilega miður sín. Svo tók ég strákana og fór. Það voru engin samskipti þannig, ég bara dreif mig í burtu,“ segir Alda. Þar sem sjúkraflutningamaðurinn hafði búið um sárið dreif hún son sinn á Landspítalann þar sem saumuð voru fimm spor. Segir hún að læknarnir sem sinntu syni hennar hafi sagt við hana að hann hafi sloppið vel. „Þeim fannst þetta mjög alvarlegt. Hann hefði getað fengið gríðarlega höfuðáverka,“ segir Alda. Svo virðist því sem að betur hafi farið en á horfðist og er sonur hennar á batavegi.Sjá einnig: Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarðiGreint hefur verið frá því að tíðni þeirra sem leiti á Landspítalann vegna trampólínslysa hafi aukist, ekki síst á haustmánuðum síðasta árs en þangað til garðurinn opnaði var trampólíniðkun nær eingöngu stunduð á sumrin. Samkvæmt tölum frá Landspítalanum hefur lítið verið um trampólínslys á haustin og veturna undanfarin ár, þangað til garðurinn opnaði síðasta sumar.Í samtali við Vísi segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans, að þetta þurfi ekki endilega að koma á óvart, þar sem ekki sé óeðlilegt að tíðni íþróttaslysa aukist, þegar fjöldi þeirra sem stundi tiltekna íþrótt verði fleiri, eins og virðist hafa gerst þegar garðurinn opnaði síðastliðið sumar.Þá sýna tölur Landspítalans að það sem af er ári virðist fjöldi trampólínslysa hafa farið fækkandi en í síðasta mánuði leituðu þrír á slysa- og bráðadeild Landspítalans vegna trampólínslysa, samanborið við 20 í október og 12 í nóvember.Greint var frá því í Fréttablaðinu í febrúarað forsvarsmenn garðsins sem um ræðir hefðu ekki sent Heilbrigðiseftirlitinu fullnægjandi gögn hvernig öryggi gesta er tryggt meðan á dvöl stendur og neyðaráætlun ef slys verða, því væri ekki búið að gefa út starfsleyfi vegna garðsins.Í samtali við Vísi staðfestir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis að eftirlitinu hefðu borist gögnin sem um ræðir. Ekki væri hins vegar búið að gefa út starfsleyfi, en það væri í eðlilegu ferli hjá nefndinni.
Neytendur Tengdar fréttir Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarði Læknar segja mikla fjölgun alvarlegra trampólínslysa tengjast Trampólíngarðinum og móðir stúlku sem tvífótbrotnaði um helgina í garðinum kallar eftir auknu eftirliti. 15. nóvember 2017 19:56 Skortir gögn um trampólíngarð Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins hefur ekki fengið umbeðin gögn frá trampólíngarðinum Skypark. Há slysatíðni ástæða athugunar. 10. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Móðir tvíbrotinnar stúlku vill meira eftirlit með trampólíngarði Læknar segja mikla fjölgun alvarlegra trampólínslysa tengjast Trampólíngarðinum og móðir stúlku sem tvífótbrotnaði um helgina í garðinum kallar eftir auknu eftirliti. 15. nóvember 2017 19:56
Skortir gögn um trampólíngarð Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins hefur ekki fengið umbeðin gögn frá trampólíngarðinum Skypark. Há slysatíðni ástæða athugunar. 10. febrúar 2018 09:00