Ættleidd börn verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2018 20:00 Ættleidd börn fá frekar aðskilnaðarkvíða en önnur börn og verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu, en einnig á fullorðinsárum þegar þau fara út að skemmta sér. Þetta kemur meðal annars fram í rannsókn um líðan fullorðinna ættleiddra Íslendinga. Efla þarf fræðslu í samfélaginu, segir rannsakandinn, sem sjálf er ættleidd frá Indlandi. Íslensk ættleiðing fagnar fjörutíu ára afmæli um þessar mundir og hélt af því tilefni málþing í dag. Þar kynnti Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, rannsókn sína á líðan fullorðinna ættleiddra Íslendinga en hún er sjálf ættleidd frá Indlandi. 120 ættleiddir einstaklinga á aldrinum átján til 45 ára tóku þátt í rannsókninni og voru þættir eins og tengslamyndun, aðskilnaðarkvíði, lífsánægja, þunglyndi og kvíði skoðaðir. „Og þau eru að koma út hærri en aðrir á aðskilnaðarkvíða og varðandi óörugga tengslamyndun - svona kvíðatengsl sem þau mynda við þá sem þau eiga í nánum samböndum við.“ Einnig kom í ljós að margir ættleiddir hafi orðið fyrir einelti og aðkasti í æsku og þá reynslu hefur Hildur sjálf. „Það var mjög mikið einelti þegar ég var í grunnskóla. Fólk leyfir sér að segja ýmislegt og kalla að manni ýmislegt sem maður myndi ekki segja við annað fólk. Eiginlega allir sem töluðu um að hafa orðið fyrir aðkasti á djamminu, þegar fólk var komið í glas leyfði fólk sér að segja ótrúlega hluti.“ Rannsókn Hildar er ekki lokið og verða alls kyns áhrifaþættir skoðaðir nánar. Hildur segir þó greinilegt að það vanti meiri fræðslu um ættleidd börn í leik- og grunnskólum. Tengdar fréttir Ættleiðingum fer fækkandi Ættleiðingar hér á landi voru 32 talsins í fyrra og hafa ekki verið jafn fáar frá árinu 1995. 28. nóvember 2017 07:00 Ættleiðingar ekki verið færri hér á landi síðan 1995 Árið 2016 voru 32 einstaklingar ættleiddir hér á landi. Talan hefur ekki verið jafn lág síðan árið 1995. Þetta kemur fram hjá Hagstofu Íslands. 27. nóvember 2017 09:53 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Ættleidd börn fá frekar aðskilnaðarkvíða en önnur börn og verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu, en einnig á fullorðinsárum þegar þau fara út að skemmta sér. Þetta kemur meðal annars fram í rannsókn um líðan fullorðinna ættleiddra Íslendinga. Efla þarf fræðslu í samfélaginu, segir rannsakandinn, sem sjálf er ættleidd frá Indlandi. Íslensk ættleiðing fagnar fjörutíu ára afmæli um þessar mundir og hélt af því tilefni málþing í dag. Þar kynnti Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, rannsókn sína á líðan fullorðinna ættleiddra Íslendinga en hún er sjálf ættleidd frá Indlandi. 120 ættleiddir einstaklinga á aldrinum átján til 45 ára tóku þátt í rannsókninni og voru þættir eins og tengslamyndun, aðskilnaðarkvíði, lífsánægja, þunglyndi og kvíði skoðaðir. „Og þau eru að koma út hærri en aðrir á aðskilnaðarkvíða og varðandi óörugga tengslamyndun - svona kvíðatengsl sem þau mynda við þá sem þau eiga í nánum samböndum við.“ Einnig kom í ljós að margir ættleiddir hafi orðið fyrir einelti og aðkasti í æsku og þá reynslu hefur Hildur sjálf. „Það var mjög mikið einelti þegar ég var í grunnskóla. Fólk leyfir sér að segja ýmislegt og kalla að manni ýmislegt sem maður myndi ekki segja við annað fólk. Eiginlega allir sem töluðu um að hafa orðið fyrir aðkasti á djamminu, þegar fólk var komið í glas leyfði fólk sér að segja ótrúlega hluti.“ Rannsókn Hildar er ekki lokið og verða alls kyns áhrifaþættir skoðaðir nánar. Hildur segir þó greinilegt að það vanti meiri fræðslu um ættleidd börn í leik- og grunnskólum.
Tengdar fréttir Ættleiðingum fer fækkandi Ættleiðingar hér á landi voru 32 talsins í fyrra og hafa ekki verið jafn fáar frá árinu 1995. 28. nóvember 2017 07:00 Ættleiðingar ekki verið færri hér á landi síðan 1995 Árið 2016 voru 32 einstaklingar ættleiddir hér á landi. Talan hefur ekki verið jafn lág síðan árið 1995. Þetta kemur fram hjá Hagstofu Íslands. 27. nóvember 2017 09:53 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Ættleiðingum fer fækkandi Ættleiðingar hér á landi voru 32 talsins í fyrra og hafa ekki verið jafn fáar frá árinu 1995. 28. nóvember 2017 07:00
Ættleiðingar ekki verið færri hér á landi síðan 1995 Árið 2016 voru 32 einstaklingar ættleiddir hér á landi. Talan hefur ekki verið jafn lág síðan árið 1995. Þetta kemur fram hjá Hagstofu Íslands. 27. nóvember 2017 09:53