Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2018 07:39 Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar. Vísir/AFP Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. Í frétt BBC segir að brottrekstur McCabe beri upp aðeins tveimur dögum áður en hann hugðist fara á eftirlaun. McGabe var rekinn af dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jeff Sessions. Sessions segir ákvörðunina hafa verið tekna eftir viðamikla innri rannsókn á starfi McCabe. Þá sakar Sessions McCabe um að hafa lekið upplýsingum í fjölmiðla án leyfis, auk þess sem hann hafi ekki sýnt af sér þann heiðarleika og ábyrgð sem krafist er af aðstoðarforstjóra FBI. Sjálfur er McCabe óánægður með ráðahaginn og segir brottreksturinn byggðan á rangfærslum. Þá vill hann meina að um sé að ráða árás á trúverðugleika sinn. „Þetta er mismunun gagnvart mér vegna aðkomu minnar, gjörða minna og þess sem ég varð vitni að í kjölfar brottreksturs James Comey [fyrrverandi forstjóra FBI],“ sagði McCabe í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins. Bandaríkjaforseti rak Comey í maí í fyrra vegna aðkomu þess síðarnefnda að rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps í forsetakosningunum 2016.JUST IN: Statement from Andrew McCabe: "I am being singled out and treated this way because of the role I played, the actions I took, and the events I witnessed in the aftermath of the firing of James Comey.” https://t.co/t2XUf57p21 pic.twitter.com/Y6uv6gZ5pA— ABC News (@ABC) March 17, 2018 McCabe sagði óvænt af sér störfum í janúar síðastliðnum. Hann hafði verið starfandi forstjóri FBI eftir að Comey var rekinn og þangað til nýr forstjóri var skipaður í ágúst. McCabe varð miðpunktur gagnrýni Trump á aðkomu FBI á rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegrar aðkomu forsetaframboðs Trump. Hafði forsetinn ítrekað sakað McCabe um hlutdrægni. Trump tjáði sig um brottrekstur McCabe á Twitter-reikningi sínum og sagði um að ræða „frábæran dag fyrir hina duglegu starfsmenn FBI.“ Þá hélt forsetinn því fram að McCabe hefði verið meðvitaður um „lygar og spillingu“ í efstu lögum alríkislögreglunnar.Andrew McCabe FIRED, a great day for the hard working men and women of the FBI - A great day for Democracy. Sanctimonious James Comey was his boss and made McCabe look like a choirboy. He knew all about the lies and corruption going on at the highest levels of the FBI!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2018 Bandaríkin Tengdar fréttir Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Næstráðandi FBI hættir óvænt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, tilkynnti starfsmönnum í dag að hann mundi láta af störfum í dag. 29. janúar 2018 19:01 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. Í frétt BBC segir að brottrekstur McCabe beri upp aðeins tveimur dögum áður en hann hugðist fara á eftirlaun. McGabe var rekinn af dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jeff Sessions. Sessions segir ákvörðunina hafa verið tekna eftir viðamikla innri rannsókn á starfi McCabe. Þá sakar Sessions McCabe um að hafa lekið upplýsingum í fjölmiðla án leyfis, auk þess sem hann hafi ekki sýnt af sér þann heiðarleika og ábyrgð sem krafist er af aðstoðarforstjóra FBI. Sjálfur er McCabe óánægður með ráðahaginn og segir brottreksturinn byggðan á rangfærslum. Þá vill hann meina að um sé að ráða árás á trúverðugleika sinn. „Þetta er mismunun gagnvart mér vegna aðkomu minnar, gjörða minna og þess sem ég varð vitni að í kjölfar brottreksturs James Comey [fyrrverandi forstjóra FBI],“ sagði McCabe í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins. Bandaríkjaforseti rak Comey í maí í fyrra vegna aðkomu þess síðarnefnda að rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps í forsetakosningunum 2016.JUST IN: Statement from Andrew McCabe: "I am being singled out and treated this way because of the role I played, the actions I took, and the events I witnessed in the aftermath of the firing of James Comey.” https://t.co/t2XUf57p21 pic.twitter.com/Y6uv6gZ5pA— ABC News (@ABC) March 17, 2018 McCabe sagði óvænt af sér störfum í janúar síðastliðnum. Hann hafði verið starfandi forstjóri FBI eftir að Comey var rekinn og þangað til nýr forstjóri var skipaður í ágúst. McCabe varð miðpunktur gagnrýni Trump á aðkomu FBI á rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegrar aðkomu forsetaframboðs Trump. Hafði forsetinn ítrekað sakað McCabe um hlutdrægni. Trump tjáði sig um brottrekstur McCabe á Twitter-reikningi sínum og sagði um að ræða „frábæran dag fyrir hina duglegu starfsmenn FBI.“ Þá hélt forsetinn því fram að McCabe hefði verið meðvitaður um „lygar og spillingu“ í efstu lögum alríkislögreglunnar.Andrew McCabe FIRED, a great day for the hard working men and women of the FBI - A great day for Democracy. Sanctimonious James Comey was his boss and made McCabe look like a choirboy. He knew all about the lies and corruption going on at the highest levels of the FBI!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2018
Bandaríkin Tengdar fréttir Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00 Næstráðandi FBI hættir óvænt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, tilkynnti starfsmönnum í dag að hann mundi láta af störfum í dag. 29. janúar 2018 19:01 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26
Alríkislögreglan grípur til varna Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið. 1. febrúar 2018 12:00
Næstráðandi FBI hættir óvænt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, tilkynnti starfsmönnum í dag að hann mundi láta af störfum í dag. 29. janúar 2018 19:01