Erlent

Næstráðandi FBI hættir óvænt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Andrew McCabe var næstráðandi bandarísku alríkislögreglunnar.
Andrew McCabe var næstráðandi bandarísku alríkislögreglunnar.

Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, tilkynnti starfsmönnum í dag að hann mundi láta af störfum í dag.

Afsögnin þykir koma nokkuð á óvart, jafnvel þó að búist hafi verið við því að McCabe myndi láta af störfum í mars. McCabe hefur verið harðlega gagnrýndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna eftir að Trump rak James Comey, yfirmann McCabe á síðasta ári.

Hefur McCabe, sem var starfandi forstjóri FBI eftir að Comey var rekinn og þangað til nýr forstjóri var skipaður í ágúst, verið miðpunktur gagnrýni Trump á aðkomu FBI á rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í og mögulegrar aðkomu forsetaframboðs Trump.

Hefur Trump ítrekað tíst um störf McCabe og greinir CNN frá því að McCabe hafi orðið langþreyttur á gagnrýni Trump en hér að neðan má sjá nokkur dæmi um tíst Trump um McCabe
Tengdar fréttir

Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar

Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins.

Trump ætlaði að reka Mueller

Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.