Segja Mourinho leggja Shaw í einelti og allt að tíu United menn séu á útleið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2018 08:30 Jose Mourinho. Vísir/Getty Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er áberandi í fréttum ensku blaðanna í dag en þar eru menn mikið að velta fyrir sér væntanlegum breytingum sem portúgalski knattspyrnustjórinn ætlar að gera á leikmannahópi Manchester United í sumar. Tapið óvænta í Meistaradeildinni í síðustu viku kallaði á mikla gagnrýni enda frammistaða liðsins skelfileg í leikjunum tveimur á móti Sevilla. United svaraði því með því að komast í undanúrslit enska bikarsins um helgina en Mourinho hraunaði meira yfir liðið eftir þann leik eftir leikinn á móti Sevilla.Man Utd transfer special: Five players in as Mourinho prepares mass exodushttps://t.co/PlCR50oJ60 — Express Sport (@DExpress_Sport) March 18, 2018 Daily Express slær því upp að allt að tíu leikmenn séu á förum frá Old Trafford. Meðal þeirra eru Michael Carrick, sem er að leggja skóna á hilluna og þeir Marouane Fellaini og Zlatan Ibrahimovic, sem eru báðir að renna út á samning. Mourinho ætlar sér ennfremur að selja þá Juan Mata, Ander Herrera, Luke Shaw, Chris Smalling, Phil Jones, Daley Blind og Matteo Darmian til að fjármagna innkaup sumarsins. Á innkaupalistanum eru víst menn eins og Gareth Bale hjá Real Madrid, Tottenham leikmennirnir Toby Alderweireld og Danny Rose, Chelsea maðurinn Willian og Fred hjá Shakthar Donetsk. „Ég veit að fullt af góðum leikmönnum munu koma í sumar. Það er öruggt,“ sagði Romelu Lukaku í viðtali við blaðamann Daily Express. Mourinho var annars mjög ósáttur með leik sinna manna í bikarleiknum á móti Brighton um helgina og lýsti því þá yfir að enginn væri með örugga framtíð hjá félaginu nema þeir Nemanja Matic og Romelu Lukaku, markaskorarnir í Brighton leiknum.Man Utd players stunned by Jose Mourinho's 'bullying' of Luke Shaw https://t.co/lNHPLFk9uh — Telegraph Football (@TeleFootball) March 18, 2018 Blaðamenn Telegraph eru meira að velta sér upp úr meðferð Jose Mourinho á enska landsliðsbakverðinum Luke Shaw. Mourinho hefur margoft gagnrýnt Shaw og um helgina tók hann leikmanninn útaf í hálfleik og gerði enn á ný lítið úr honum í viðtölum við fjölmiðla. Telegraph hefur það eftir liðsfélögum Luke Shaw hjá Manchester United að þeir skilji ekki meðferðina sem hann fær hjá portúgalska stjóranum. Liðsfélagar Luke Shaw hjá Manchester United líta svo á að Jose Mourinho leggi leikmanninn í einelti. Um helgina sást hann skamma Shaw á meðan leiknum stóð, hann tók Shaw síðan útaf í hálfleiks og sendi honum svo tóninn eftir leik. Aðrir leikmenn United liðsins fengu reyndar líka að heyra það að þessu sinni. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er áberandi í fréttum ensku blaðanna í dag en þar eru menn mikið að velta fyrir sér væntanlegum breytingum sem portúgalski knattspyrnustjórinn ætlar að gera á leikmannahópi Manchester United í sumar. Tapið óvænta í Meistaradeildinni í síðustu viku kallaði á mikla gagnrýni enda frammistaða liðsins skelfileg í leikjunum tveimur á móti Sevilla. United svaraði því með því að komast í undanúrslit enska bikarsins um helgina en Mourinho hraunaði meira yfir liðið eftir þann leik eftir leikinn á móti Sevilla.Man Utd transfer special: Five players in as Mourinho prepares mass exodushttps://t.co/PlCR50oJ60 — Express Sport (@DExpress_Sport) March 18, 2018 Daily Express slær því upp að allt að tíu leikmenn séu á förum frá Old Trafford. Meðal þeirra eru Michael Carrick, sem er að leggja skóna á hilluna og þeir Marouane Fellaini og Zlatan Ibrahimovic, sem eru báðir að renna út á samning. Mourinho ætlar sér ennfremur að selja þá Juan Mata, Ander Herrera, Luke Shaw, Chris Smalling, Phil Jones, Daley Blind og Matteo Darmian til að fjármagna innkaup sumarsins. Á innkaupalistanum eru víst menn eins og Gareth Bale hjá Real Madrid, Tottenham leikmennirnir Toby Alderweireld og Danny Rose, Chelsea maðurinn Willian og Fred hjá Shakthar Donetsk. „Ég veit að fullt af góðum leikmönnum munu koma í sumar. Það er öruggt,“ sagði Romelu Lukaku í viðtali við blaðamann Daily Express. Mourinho var annars mjög ósáttur með leik sinna manna í bikarleiknum á móti Brighton um helgina og lýsti því þá yfir að enginn væri með örugga framtíð hjá félaginu nema þeir Nemanja Matic og Romelu Lukaku, markaskorarnir í Brighton leiknum.Man Utd players stunned by Jose Mourinho's 'bullying' of Luke Shaw https://t.co/lNHPLFk9uh — Telegraph Football (@TeleFootball) March 18, 2018 Blaðamenn Telegraph eru meira að velta sér upp úr meðferð Jose Mourinho á enska landsliðsbakverðinum Luke Shaw. Mourinho hefur margoft gagnrýnt Shaw og um helgina tók hann leikmanninn útaf í hálfleik og gerði enn á ný lítið úr honum í viðtölum við fjölmiðla. Telegraph hefur það eftir liðsfélögum Luke Shaw hjá Manchester United að þeir skilji ekki meðferðina sem hann fær hjá portúgalska stjóranum. Liðsfélagar Luke Shaw hjá Manchester United líta svo á að Jose Mourinho leggi leikmanninn í einelti. Um helgina sást hann skamma Shaw á meðan leiknum stóð, hann tók Shaw síðan útaf í hálfleiks og sendi honum svo tóninn eftir leik. Aðrir leikmenn United liðsins fengu reyndar líka að heyra það að þessu sinni.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira