Tókst ekki að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2018 23:24 Almennir borgarar í Austur-Ghouta sjást hér í kringum bílalest Sameinuðu þjóðanna sem kom inn á svæðið með neyðargögn í dag. vísir/ap Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. Að því er fram kemur í frétt BBC átti eftir að tæma um 10 bíla af meira en 40 trukkum sem fóru inn á svæðið með hjálpargögn á borð við mat og lyf. Aðgerðasinnar segja að tugir manns hafi látist í sprengjuárásum Sýrlandshers á Austur-Ghouta í dag þrátt fyrir vopnahlé sem standa átti í fimm tíma sem Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, hefur lofað að skuli vera daglega. Sameinuðu þjóðirnar segja að þær hafi farið með eins mikið af neyðargögnum inn á svæðið og þær gátu en íbúar Austur-Ghouta búi við hræðilegt ástand. Að minnsta 719 manns hafa látið lífið í loftárásum Sýrlandshers síðustu vikur en svæðið er á valdi uppreisnarmanna. Fulltrúi frá Alþjóðaheilbrigðisstofnunni sagði við fréttamenn Reuters að sýrlenskir embættismenn hefðu tekið um 70 prósent af sjúkravörum úr bílalestinni áður en hún fór inn til Austur-Ghouta þar sem sýrlensk stjórnvöld vilja ekki að uppreisnarmenn fái læknisþjónustu. Bashar al-Assad, Sýrlandsforseti, ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í gær. Þar sagði hann að stríðið gegn hryðjuverkum ætti að halda áfram og sagði að fréttaflutningur af hræðilegu ástandi í Austur-Ghouta sem almennir líða fyrir væru fáránleg lygi. Assad kvaðst styðja daglegu vopnahléin til þess að meirihluti þeirra sem eru í Austur-Ghouta gætu þá flúið hryðjuverkamennina, eins og forsetinn kallar uppreisnarmennina. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt árásir Sýrlandshers og segja að Rússar, helstu bandamenn Assad og hans manna, hafi myrt saklausa borgara. Sýrland Tengdar fréttir Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Neyðargögn berast loks til Austur-Ghouta Fréttir berast þó enn af sprengjuregni á svæðinu. Sýrlensk stjórnvöld gerðu einnig hluta neyðargagnanna upptæk. 5. mars 2018 16:11 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. Að því er fram kemur í frétt BBC átti eftir að tæma um 10 bíla af meira en 40 trukkum sem fóru inn á svæðið með hjálpargögn á borð við mat og lyf. Aðgerðasinnar segja að tugir manns hafi látist í sprengjuárásum Sýrlandshers á Austur-Ghouta í dag þrátt fyrir vopnahlé sem standa átti í fimm tíma sem Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, hefur lofað að skuli vera daglega. Sameinuðu þjóðirnar segja að þær hafi farið með eins mikið af neyðargögnum inn á svæðið og þær gátu en íbúar Austur-Ghouta búi við hræðilegt ástand. Að minnsta 719 manns hafa látið lífið í loftárásum Sýrlandshers síðustu vikur en svæðið er á valdi uppreisnarmanna. Fulltrúi frá Alþjóðaheilbrigðisstofnunni sagði við fréttamenn Reuters að sýrlenskir embættismenn hefðu tekið um 70 prósent af sjúkravörum úr bílalestinni áður en hún fór inn til Austur-Ghouta þar sem sýrlensk stjórnvöld vilja ekki að uppreisnarmenn fái læknisþjónustu. Bashar al-Assad, Sýrlandsforseti, ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í gær. Þar sagði hann að stríðið gegn hryðjuverkum ætti að halda áfram og sagði að fréttaflutningur af hræðilegu ástandi í Austur-Ghouta sem almennir líða fyrir væru fáránleg lygi. Assad kvaðst styðja daglegu vopnahléin til þess að meirihluti þeirra sem eru í Austur-Ghouta gætu þá flúið hryðjuverkamennina, eins og forsetinn kallar uppreisnarmennina. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt árásir Sýrlandshers og segja að Rússar, helstu bandamenn Assad og hans manna, hafi myrt saklausa borgara.
Sýrland Tengdar fréttir Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Neyðargögn berast loks til Austur-Ghouta Fréttir berast þó enn af sprengjuregni á svæðinu. Sýrlensk stjórnvöld gerðu einnig hluta neyðargagnanna upptæk. 5. mars 2018 16:11 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00
Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32
Neyðargögn berast loks til Austur-Ghouta Fréttir berast þó enn af sprengjuregni á svæðinu. Sýrlensk stjórnvöld gerðu einnig hluta neyðargagnanna upptæk. 5. mars 2018 16:11