Tókst ekki að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2018 23:24 Almennir borgarar í Austur-Ghouta sjást hér í kringum bílalest Sameinuðu þjóðanna sem kom inn á svæðið með neyðargögn í dag. vísir/ap Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. Að því er fram kemur í frétt BBC átti eftir að tæma um 10 bíla af meira en 40 trukkum sem fóru inn á svæðið með hjálpargögn á borð við mat og lyf. Aðgerðasinnar segja að tugir manns hafi látist í sprengjuárásum Sýrlandshers á Austur-Ghouta í dag þrátt fyrir vopnahlé sem standa átti í fimm tíma sem Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, hefur lofað að skuli vera daglega. Sameinuðu þjóðirnar segja að þær hafi farið með eins mikið af neyðargögnum inn á svæðið og þær gátu en íbúar Austur-Ghouta búi við hræðilegt ástand. Að minnsta 719 manns hafa látið lífið í loftárásum Sýrlandshers síðustu vikur en svæðið er á valdi uppreisnarmanna. Fulltrúi frá Alþjóðaheilbrigðisstofnunni sagði við fréttamenn Reuters að sýrlenskir embættismenn hefðu tekið um 70 prósent af sjúkravörum úr bílalestinni áður en hún fór inn til Austur-Ghouta þar sem sýrlensk stjórnvöld vilja ekki að uppreisnarmenn fái læknisþjónustu. Bashar al-Assad, Sýrlandsforseti, ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í gær. Þar sagði hann að stríðið gegn hryðjuverkum ætti að halda áfram og sagði að fréttaflutningur af hræðilegu ástandi í Austur-Ghouta sem almennir líða fyrir væru fáránleg lygi. Assad kvaðst styðja daglegu vopnahléin til þess að meirihluti þeirra sem eru í Austur-Ghouta gætu þá flúið hryðjuverkamennina, eins og forsetinn kallar uppreisnarmennina. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt árásir Sýrlandshers og segja að Rússar, helstu bandamenn Assad og hans manna, hafi myrt saklausa borgara. Sýrland Tengdar fréttir Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Neyðargögn berast loks til Austur-Ghouta Fréttir berast þó enn af sprengjuregni á svæðinu. Sýrlensk stjórnvöld gerðu einnig hluta neyðargagnanna upptæk. 5. mars 2018 16:11 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. Að því er fram kemur í frétt BBC átti eftir að tæma um 10 bíla af meira en 40 trukkum sem fóru inn á svæðið með hjálpargögn á borð við mat og lyf. Aðgerðasinnar segja að tugir manns hafi látist í sprengjuárásum Sýrlandshers á Austur-Ghouta í dag þrátt fyrir vopnahlé sem standa átti í fimm tíma sem Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, hefur lofað að skuli vera daglega. Sameinuðu þjóðirnar segja að þær hafi farið með eins mikið af neyðargögnum inn á svæðið og þær gátu en íbúar Austur-Ghouta búi við hræðilegt ástand. Að minnsta 719 manns hafa látið lífið í loftárásum Sýrlandshers síðustu vikur en svæðið er á valdi uppreisnarmanna. Fulltrúi frá Alþjóðaheilbrigðisstofnunni sagði við fréttamenn Reuters að sýrlenskir embættismenn hefðu tekið um 70 prósent af sjúkravörum úr bílalestinni áður en hún fór inn til Austur-Ghouta þar sem sýrlensk stjórnvöld vilja ekki að uppreisnarmenn fái læknisþjónustu. Bashar al-Assad, Sýrlandsforseti, ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í gær. Þar sagði hann að stríðið gegn hryðjuverkum ætti að halda áfram og sagði að fréttaflutningur af hræðilegu ástandi í Austur-Ghouta sem almennir líða fyrir væru fáránleg lygi. Assad kvaðst styðja daglegu vopnahléin til þess að meirihluti þeirra sem eru í Austur-Ghouta gætu þá flúið hryðjuverkamennina, eins og forsetinn kallar uppreisnarmennina. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt árásir Sýrlandshers og segja að Rússar, helstu bandamenn Assad og hans manna, hafi myrt saklausa borgara.
Sýrland Tengdar fréttir Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Neyðargögn berast loks til Austur-Ghouta Fréttir berast þó enn af sprengjuregni á svæðinu. Sýrlensk stjórnvöld gerðu einnig hluta neyðargagnanna upptæk. 5. mars 2018 16:11 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00
Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32
Neyðargögn berast loks til Austur-Ghouta Fréttir berast þó enn af sprengjuregni á svæðinu. Sýrlensk stjórnvöld gerðu einnig hluta neyðargagnanna upptæk. 5. mars 2018 16:11