Breytingar á skotvopnalögum einni undirskrift frá veruleika Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. mars 2018 06:20 Vegfarandi leggur hér tuskudýr á skólalóð Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans þar sem 17 manns létust í skotárás um miðjan febrúarmánuð. Vísir/AFP Ný skotvopnalöggjöf í Flórída-ríki er einu skrefi nær því að líta dagsins ljós eftir að fulltrúadeild ríkisþingsins samþykkti frumvarp þess efnis í gærkvöldi. Frumvarpið felur meðal annars í sér að hækka byssukaupaaldurinn úr 18 árum í 21 og innleiða þriggja daga biðtíma frá kaupum til afhendingar skotvopna. Frumvarpið hefur þegar við samþykkt af öldungadeild ríkisþingsins og bíður samþykkis ríkisstjórans Rick Scott. Rúmar þrjár vikur eru frá skotárásinni í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland en árásin er ein sú mannskæðasta sem framin hefur verið í bandarískum skóla. Sautján manns létu lífið, flestir þeirra ungmenni. Eftir árásina tóku námsmenn um öll Bandaríkin að berjast fyrir harðari skotvopnalöggjöf. Fjöldafundir voru skipulagðir og þúsundir sóttu kröfugöngur í mörgum af stærstu borgum landsins. Þessi barátta ungmennanna virðist hafa skilað árangri. Margar stórar verslunarkeðjur í Bandaríkjunum, til að mynda íþróttavöruverslanir Dick's og smávörurisinn Walmart, hafa takmarkað eða hætt sölu á hríðskotarifflum eftir árásina. Að sama skapi hafa mörg stórfyrirtæki hætt að veita meðlimum samtaka bandarískra byssueigenda (NRA) afslætti. Óhætt er að ætla að fyrrnefnt frumvarp í Flórída sé jafnframt afsprengi þessarar baráttu. Þingmenn fulltrúardeildar ríkisins tókust á um frumvarpið í um átta klukkustundir áður en það var samþykkt með 67 atkvæðum gegn 50. Frumvarpið bannar þó ekki sölu á hríðskotarifflum sambærilegum þeim sem Nikolas Cruz notaði til að skjóta samnemendur sína. Slíkt bann var þó ein háværasta krafa mótmælahreyfingarnnar. Þá heimilar frumvarpið einnig starfsmönnum skóla að ganga með skotvopn en kennarar eru þó undanskildir. Starfsmennirnir þurfa að sækja námskeið og fá þjálfun áður en þeir fá leyfi til að bera skotvopn. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði orðið að lögum að 15 dögum liðnum, nema að ríkisstjórinn neiti að skrifa undir. Rick Scott hefur sjálfur sagst efins um hvort hann undirriti breytingarnar. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Ný skotvopnalöggjöf í Flórída-ríki er einu skrefi nær því að líta dagsins ljós eftir að fulltrúadeild ríkisþingsins samþykkti frumvarp þess efnis í gærkvöldi. Frumvarpið felur meðal annars í sér að hækka byssukaupaaldurinn úr 18 árum í 21 og innleiða þriggja daga biðtíma frá kaupum til afhendingar skotvopna. Frumvarpið hefur þegar við samþykkt af öldungadeild ríkisþingsins og bíður samþykkis ríkisstjórans Rick Scott. Rúmar þrjár vikur eru frá skotárásinni í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland en árásin er ein sú mannskæðasta sem framin hefur verið í bandarískum skóla. Sautján manns létu lífið, flestir þeirra ungmenni. Eftir árásina tóku námsmenn um öll Bandaríkin að berjast fyrir harðari skotvopnalöggjöf. Fjöldafundir voru skipulagðir og þúsundir sóttu kröfugöngur í mörgum af stærstu borgum landsins. Þessi barátta ungmennanna virðist hafa skilað árangri. Margar stórar verslunarkeðjur í Bandaríkjunum, til að mynda íþróttavöruverslanir Dick's og smávörurisinn Walmart, hafa takmarkað eða hætt sölu á hríðskotarifflum eftir árásina. Að sama skapi hafa mörg stórfyrirtæki hætt að veita meðlimum samtaka bandarískra byssueigenda (NRA) afslætti. Óhætt er að ætla að fyrrnefnt frumvarp í Flórída sé jafnframt afsprengi þessarar baráttu. Þingmenn fulltrúardeildar ríkisins tókust á um frumvarpið í um átta klukkustundir áður en það var samþykkt með 67 atkvæðum gegn 50. Frumvarpið bannar þó ekki sölu á hríðskotarifflum sambærilegum þeim sem Nikolas Cruz notaði til að skjóta samnemendur sína. Slíkt bann var þó ein háværasta krafa mótmælahreyfingarnnar. Þá heimilar frumvarpið einnig starfsmönnum skóla að ganga með skotvopn en kennarar eru þó undanskildir. Starfsmennirnir þurfa að sækja námskeið og fá þjálfun áður en þeir fá leyfi til að bera skotvopn. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði orðið að lögum að 15 dögum liðnum, nema að ríkisstjórinn neiti að skrifa undir. Rick Scott hefur sjálfur sagst efins um hvort hann undirriti breytingarnar.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Stuðningur við takmarkanir á byssueign komi ekki til greina Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum segja ekki koma til greina að samtökin styðji við einhverskonar takmarkanir á byssueign í Bandaríkjunum. 26. febrúar 2018 11:45
Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29
Öryggisvörðurinn ver aðgerðir sínar í skotárásinni Vopnaði öryggisvörðurinn, sem Bandaríkjaforseti kallaði heigul, hefur stigið fram og með aðstoð lögmanns síns varið aðgerðir sínar í tengslum við skotárásina í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Flórída. 27. febrúar 2018 05:47