Trump spurði vitni í Rússarannsókn út í framburð þeirra Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. mars 2018 07:56 Samskiptin forsetans við vitnin eru sögð á mjög gráu svæði. VÍSIR/GETTY Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við tvö lykilvitni um vitnisburð þeirra frammi fyrir rannsakendum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem kannaa íhlutun Rússa í bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Þrátt fyrir að ekki sé talið að Trump hafi brotið lög með samtölum sínum þótti vitnunum og lögmönnum þeirra áhugi forsetans vera á gráu svæði. Létu þau því Robert Mueller, sem fer með rannsókn málsins, vita af samskiptunum.New York Times segir frá tilfellunum tveimur. Annars vegar er um að ræða tilraunir forsetans til að fá lögmann Hvíta hússins, Donald F. McGahn II, til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hann myndi þvertaka fyrir fréttaflutning New York Times. Í grein blaðsins sagði að lögmaðurinn hafi tjáð rannsóknarnefndinni að forsetinn hafi óskað þess að Mueller yrði rekinn. McGhan sendi hins vegar aldrei út neina yfirlýsingu. Þess í stað minnti McGhan forsetann á að hann hafi í raun beðið hann um að reka Mueller. Í hinu tilfellinu er vitnið sem um ræðir fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Priebus. Trump er sagður hafa spurt hann út í hvernig vitnisburður hans hafi gengið og hvort rannsakendurnir hafi verið „kurteisir“ (e. nice), ef marka má tvö vitni að samtali þeirra Trump og Preibus. Samtölin tvö eru talin til marks um það að Trump sé að hegða sér með „óþarflega vafasömum hætti,“ þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir lögmanna hans. Þeir hafa hvatt hann til að gera ekki neitt sem gæti látið hann líta út fyrir að vera að vasast í rannsókn Muellers. Bandaríkjaforseti má vart við fleiri slíkum ásökunum. Í sjónarpsviðtali sem hann veitti skömmu eftir að James Comey, fyrrverandi forstjóri Alríkislögregunnar, var rekinn sagði Trump að hann hafi ekki síst verið látinn fara vegna rannsóknar sinnar á Rússamálunum. Óhætt er að segja að forsetinn, þrátt fyrir harða gagnrýni, hafi ekki bitið úr nálinni ennþá vegna þeirra ummæla. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist ekki hafa áhyggjur af afskiptum Rússa Hann segir að Bandaríkin muni bregðast við öllu því sem Rússar geri. 6. mars 2018 22:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við tvö lykilvitni um vitnisburð þeirra frammi fyrir rannsakendum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem kannaa íhlutun Rússa í bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Þrátt fyrir að ekki sé talið að Trump hafi brotið lög með samtölum sínum þótti vitnunum og lögmönnum þeirra áhugi forsetans vera á gráu svæði. Létu þau því Robert Mueller, sem fer með rannsókn málsins, vita af samskiptunum.New York Times segir frá tilfellunum tveimur. Annars vegar er um að ræða tilraunir forsetans til að fá lögmann Hvíta hússins, Donald F. McGahn II, til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hann myndi þvertaka fyrir fréttaflutning New York Times. Í grein blaðsins sagði að lögmaðurinn hafi tjáð rannsóknarnefndinni að forsetinn hafi óskað þess að Mueller yrði rekinn. McGhan sendi hins vegar aldrei út neina yfirlýsingu. Þess í stað minnti McGhan forsetann á að hann hafi í raun beðið hann um að reka Mueller. Í hinu tilfellinu er vitnið sem um ræðir fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Priebus. Trump er sagður hafa spurt hann út í hvernig vitnisburður hans hafi gengið og hvort rannsakendurnir hafi verið „kurteisir“ (e. nice), ef marka má tvö vitni að samtali þeirra Trump og Preibus. Samtölin tvö eru talin til marks um það að Trump sé að hegða sér með „óþarflega vafasömum hætti,“ þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir lögmanna hans. Þeir hafa hvatt hann til að gera ekki neitt sem gæti látið hann líta út fyrir að vera að vasast í rannsókn Muellers. Bandaríkjaforseti má vart við fleiri slíkum ásökunum. Í sjónarpsviðtali sem hann veitti skömmu eftir að James Comey, fyrrverandi forstjóri Alríkislögregunnar, var rekinn sagði Trump að hann hafi ekki síst verið látinn fara vegna rannsóknar sinnar á Rússamálunum. Óhætt er að segja að forsetinn, þrátt fyrir harða gagnrýni, hafi ekki bitið úr nálinni ennþá vegna þeirra ummæla.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist ekki hafa áhyggjur af afskiptum Rússa Hann segir að Bandaríkin muni bregðast við öllu því sem Rússar geri. 6. mars 2018 22:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump segist ekki hafa áhyggjur af afskiptum Rússa Hann segir að Bandaríkin muni bregðast við öllu því sem Rússar geri. 6. mars 2018 22:00